Innlent

Sýndi ógnandi hegðun þegar honum var sagt að nota andlitsgrímu

Eiður Þór Árnason skrifar
Málið endaði með tiltali frá lögreglu. 
Málið endaði með tiltali frá lögreglu.  Vísir/Vilhelm

Einstaklingur sem vildi ekki sinna grímuskyldu í verslun í Breiðholti fyrr í dag sýndi starfsmönnum ógnandi hegðun þegar þeir reyndu að ræða við hann. Þegar lögregla kom á staðinn var hann farinn af vettvangi en fannst þó skammt frá.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að einstaklingurinn hafi reynt að hlaupa í burtu en ekki komist langt. Að sögn lögreglu var aðilinn undir áhrifum fíkniefna og gekk sína leið eftir tiltal.

Einnig barst tilkynning um að einstaklingur í miðbæ Reykjavíkur væri með hugsanlegt þýfi meðferðis. Við nánari skoðun kom í ljós að þýfið var úr innbroti frá því í nótt, að sögn lögreglu. Var aðilinn handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna málsins á meðan málið er til rannsóknar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.