Lýsa ofbeldi og lyfjaþvingunum á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítala Eiður Þór Árnason skrifar 12. maí 2021 21:24 Öryggis- og réttargeðdeildirnar eru staðsettar á Kleppi. Vísir/vilhelm Embætti landlæknis hefur nú til skoðunar alvarlegar ábendingar um slæman aðbúnað á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans. Ábendingarnar koma frá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum og lýsa meðal annars ofbeldi, lyfjaþvingunum, ógnarstjórnun og miklum samskiptavanda. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV og sagt að ábendingum til Geðhjálpar um misbrest í þjónustu og aðbúnaði fólks á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans hafi fjölgað eftir umfjöllun um vistheimilið Arnarholt. Tók Geðhjálp saman greinargerð byggða á frásögnunum í samvinnu við minnst átta fyrrverandi og núverandi starfsmenn á deildunum tveimur og sendi landlæknisembættinu. Báðar deildirnar eru staðsettar á Kleppi og eru sjúklingar sem þar dvelja ekki frjálsir ferða sinna. Læstir inni svo dögum skiptir Landlæknisembættið hefur farið í vettvangsheimsóknir vegna málsins og hefur Landspítalinn tekið viðtöl við fjölda starfsmanna. Að mati Geðhjálpar geta mörg þeirra atvika sem lýst er í greinargerð samtakanna varðað við lög, meðal annars lög um réttindi sjúklinga og lögræðislög þar sem fjallað er um þvingaða lyfjagjöf. Þá kemur fram í frétt RÚV að starfsmenn lýsi að því er virðist ítrekuðum brotum á réttindum sjúklinga sem séu beittir þvingunum og refsingum sem brjóti gegn ákvæði lögræðislaga um þvingaða meðferð. Segir í lýsingunum að sjúklingar hafi verið læstir á gangavist, nauðungarsprautaðir og eftir atvikum læstir inni á öryggisherbergi svo dögum skiptir ef þeir brutu reglur deildanna. Heilbrigðismál Landspítalinn Geðheilbrigði Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV og sagt að ábendingum til Geðhjálpar um misbrest í þjónustu og aðbúnaði fólks á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans hafi fjölgað eftir umfjöllun um vistheimilið Arnarholt. Tók Geðhjálp saman greinargerð byggða á frásögnunum í samvinnu við minnst átta fyrrverandi og núverandi starfsmenn á deildunum tveimur og sendi landlæknisembættinu. Báðar deildirnar eru staðsettar á Kleppi og eru sjúklingar sem þar dvelja ekki frjálsir ferða sinna. Læstir inni svo dögum skiptir Landlæknisembættið hefur farið í vettvangsheimsóknir vegna málsins og hefur Landspítalinn tekið viðtöl við fjölda starfsmanna. Að mati Geðhjálpar geta mörg þeirra atvika sem lýst er í greinargerð samtakanna varðað við lög, meðal annars lög um réttindi sjúklinga og lögræðislög þar sem fjallað er um þvingaða lyfjagjöf. Þá kemur fram í frétt RÚV að starfsmenn lýsi að því er virðist ítrekuðum brotum á réttindum sjúklinga sem séu beittir þvingunum og refsingum sem brjóti gegn ákvæði lögræðislaga um þvingaða meðferð. Segir í lýsingunum að sjúklingar hafi verið læstir á gangavist, nauðungarsprautaðir og eftir atvikum læstir inni á öryggisherbergi svo dögum skiptir ef þeir brutu reglur deildanna.
Heilbrigðismál Landspítalinn Geðheilbrigði Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira