Tveir greinst með indverska afbrigðið á landamærunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. maí 2021 11:27 Þórólfur sagði ekki óviðbúið að afbrigði sem væru í mikilli dreifingu erlendis bærust hingað. Vísir/Vilhelm Tvö tilvik inverska afbrigðisins hafa fundist á landamærunum hérlendis og eru báðir einstaklingarnir nú í einangrun í sóttvarnahúsi. Á upplýsingafundi rétt í þessu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir viðbúið að afbrigði í dreifingu erlendis bærust hingað. Þrír greindust með Covid-19 í gær, þar af einn utan sóttkvíar. Það smit hefur ekki verið rakið til þeirra hópsýkinga sem hér hafa komið upp á síðustu vikum. Alls voru um 1.400 sýni tekin í gær en á síðustu viku hafa 26 greinst með Covid-19 innanlands og þar af sjö utan sóttkvíar. Einn greindist á landamærunum í gær en tekin voru ríflega 600 sýni. Síðastliðna viku hafa fimm greinst með virkt smit á landamærunum, allir í fyrri skimun. Smitum þar hefur fækkað, sem Þórólfur segir líklega mega rekja til hertra aðgerða. Langflestir sem greinast á landamærunum eru með breska afbrigði SARS-CoV-2 en tveir hafa greinst með afbrigðið sem nú fer eins og eldur um sinu á Indlandi. Þórólfur sagði viðbúið að afbrigði í útbreiðslu annars staðar í heiminum rötuðu hingað. Vinna við útfærslu aðgerða á landamærunum gengi vel; 400 dveldu nú í sóttvarnahúsum, bæði í einangrun og sóttkví. Sagði hann álagið mikið á starfsmönnum landamæragæslunnar og sóttvarnahúsanna og hrósaði þeim fyrir störfin. Tveir liggja inni með virk Covid-19 smit, einn á gjörgæslu en enginn á öndunarvél. Þórólfur sagði að vel hefði gengið að ná utan um hópsýkingarnar, enn væru að greinast smit en það myndi koma í ljós á næstu dögum hvernig til tekist. Gera mætti ráð fyrir mikilli fjölgun ferðamanna á næstu vikum og ljóst að gera þyrfti breytingar á landamæraskimuninni og bæta við rýmum í sóttvarnahúsum. Áskoranirnar varðandi ferðamannastrauminn yrðu viðvarandi þar til í júní eða júlí, þegar hjarðónæmi ætti að nást. Sagðist sóttvarnalæknir þá miða við að fjöldi bólusettra hefði náð 60 til 70 prósent. Sagði hann bólusetningar ganga vel og útlit fyrir að bólusetningaráætlun stjórnvalda ætti að standast. Þórólfur sagði mikilvægt að huga að grunnatriðum sóttvarna þangað til; ekki fara of hratt í afléttingar, viðhafa sóttvarnir á landamærunum og fjölga bólusettum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira
Þrír greindust með Covid-19 í gær, þar af einn utan sóttkvíar. Það smit hefur ekki verið rakið til þeirra hópsýkinga sem hér hafa komið upp á síðustu vikum. Alls voru um 1.400 sýni tekin í gær en á síðustu viku hafa 26 greinst með Covid-19 innanlands og þar af sjö utan sóttkvíar. Einn greindist á landamærunum í gær en tekin voru ríflega 600 sýni. Síðastliðna viku hafa fimm greinst með virkt smit á landamærunum, allir í fyrri skimun. Smitum þar hefur fækkað, sem Þórólfur segir líklega mega rekja til hertra aðgerða. Langflestir sem greinast á landamærunum eru með breska afbrigði SARS-CoV-2 en tveir hafa greinst með afbrigðið sem nú fer eins og eldur um sinu á Indlandi. Þórólfur sagði viðbúið að afbrigði í útbreiðslu annars staðar í heiminum rötuðu hingað. Vinna við útfærslu aðgerða á landamærunum gengi vel; 400 dveldu nú í sóttvarnahúsum, bæði í einangrun og sóttkví. Sagði hann álagið mikið á starfsmönnum landamæragæslunnar og sóttvarnahúsanna og hrósaði þeim fyrir störfin. Tveir liggja inni með virk Covid-19 smit, einn á gjörgæslu en enginn á öndunarvél. Þórólfur sagði að vel hefði gengið að ná utan um hópsýkingarnar, enn væru að greinast smit en það myndi koma í ljós á næstu dögum hvernig til tekist. Gera mætti ráð fyrir mikilli fjölgun ferðamanna á næstu vikum og ljóst að gera þyrfti breytingar á landamæraskimuninni og bæta við rýmum í sóttvarnahúsum. Áskoranirnar varðandi ferðamannastrauminn yrðu viðvarandi þar til í júní eða júlí, þegar hjarðónæmi ætti að nást. Sagðist sóttvarnalæknir þá miða við að fjöldi bólusettra hefði náð 60 til 70 prósent. Sagði hann bólusetningar ganga vel og útlit fyrir að bólusetningaráætlun stjórnvalda ætti að standast. Þórólfur sagði mikilvægt að huga að grunnatriðum sóttvarna þangað til; ekki fara of hratt í afléttingar, viðhafa sóttvarnir á landamærunum og fjölga bólusettum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira