Anna Maggý: „Okkur er ætlað að sjá brenglun og ófullkomnun“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. maí 2021 20:01 Listakonan og ljósmyndarinn Anna Maggý opnar sölu- og ljósmyndasýninguna The Perfect Body í Gallerý Þulu. Anna Maggý hefur hlotið mikið lof fyrir verk sín og nefndi tímaritið Vouge Italia hana eina af fremstu ljósmyndurum sinnar kynslóðar. „Í gegnum tíðina hefur mannveran og samfélagið reynt að skapa hina fullkomnu manneskju. Við erum föst í líkamanum, forminu, hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ segir listakonan og ljósmyndarinn Anna Maggý í viðtali við Vísi. Anna Maggý vakti fljótt mikla athygli sem ljósmyndari og hafa verk hennar birtst í tímaritum um heim allan. Anna Maggý stundaði nám við Ljósmyndaskólann um nokkurra ára skeið og hefur starfað sjálfstætt sem ljósmyndari og leikstjóri síðan. Hún vakti strax mikla athygli sem ljósmyndari og listamaður og hafa verk hennar prýtt síður tímarita um heim allan. Tískutímaritið Vouge Italia sagði Önnu eina af bestu ljósmyndurum sinnar kynslóðar. Anna opnaði nýlega sína aðra einkasýningu í Gallerý Þulu á Hverfisgötu 34. Sýningin heitir „The Perfect Body“ og stendur hún yfir til 23. maí. Sýningin er sölusýning en á síðustu sýningu Önnu, sem bar nafnið NOFRAME árið 2018, þá seldust öll verkin upp á fyrsta degi og segir Anna að fólk geti í þetta skiptið búist við mun stærri sýningu. Í verkum sýningarinnar leikur Anna Maggý sér að brenglun á formum mannslíkamans. Hún segist vilja kanna mörkin á milli þess sem er samfélagslega samþykkt fegurð og þess sem er ósamþykkt og skoða með því kraftinn sem felst í formleysunni. Okkur er ætlað að sjá brenglun, ófullkomleika, eitthvað sem hægt er að bæta eða breyta, skipta út, hliðra eða ummynda. Hinn skapaði fullkomleiki er þó jafn síbreytilegur og tunglstaðan frá degi til dags. Mörkin eru óljós og skolast sífellt til. Sýningin The Perfect Body er önnur sölusýning Önnu Maggýar. Hún er staðsett í Gallery Þulu á Hverfisgötu 34 og verður opin til 23. maí. Ljósmyndun Menning Tengdar fréttir „Mín eigin fegurð byggist ekki á því hvernig heimurinn sér mig“ „Þetta verkefni, Vulnerability and strength, er ótrúlega persónulegt. Það mætti segja að þetta væri eins og ástarbréf til mín sem ég hef haldið á í mörg ár,“ segir fyrirsætan, listamaðurinn og aðgerðasinninn Ísold Halldórudóttir. 4. mars 2021 20:43 „Getur líka verið kvíði yfir því að manneskjan sé ekki að upplifa það sama“ Vísir frumsýnir í kvöld myndband við lagið Þjást með Hipsumhaps. Lagið er nú einnig komið út á Spotify og er af væntanlegri plötu Hipsumhaps. 12. apríl 2021 22:01 Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
Anna Maggý vakti fljótt mikla athygli sem ljósmyndari og hafa verk hennar birtst í tímaritum um heim allan. Anna Maggý stundaði nám við Ljósmyndaskólann um nokkurra ára skeið og hefur starfað sjálfstætt sem ljósmyndari og leikstjóri síðan. Hún vakti strax mikla athygli sem ljósmyndari og listamaður og hafa verk hennar prýtt síður tímarita um heim allan. Tískutímaritið Vouge Italia sagði Önnu eina af bestu ljósmyndurum sinnar kynslóðar. Anna opnaði nýlega sína aðra einkasýningu í Gallerý Þulu á Hverfisgötu 34. Sýningin heitir „The Perfect Body“ og stendur hún yfir til 23. maí. Sýningin er sölusýning en á síðustu sýningu Önnu, sem bar nafnið NOFRAME árið 2018, þá seldust öll verkin upp á fyrsta degi og segir Anna að fólk geti í þetta skiptið búist við mun stærri sýningu. Í verkum sýningarinnar leikur Anna Maggý sér að brenglun á formum mannslíkamans. Hún segist vilja kanna mörkin á milli þess sem er samfélagslega samþykkt fegurð og þess sem er ósamþykkt og skoða með því kraftinn sem felst í formleysunni. Okkur er ætlað að sjá brenglun, ófullkomleika, eitthvað sem hægt er að bæta eða breyta, skipta út, hliðra eða ummynda. Hinn skapaði fullkomleiki er þó jafn síbreytilegur og tunglstaðan frá degi til dags. Mörkin eru óljós og skolast sífellt til. Sýningin The Perfect Body er önnur sölusýning Önnu Maggýar. Hún er staðsett í Gallery Þulu á Hverfisgötu 34 og verður opin til 23. maí.
Ljósmyndun Menning Tengdar fréttir „Mín eigin fegurð byggist ekki á því hvernig heimurinn sér mig“ „Þetta verkefni, Vulnerability and strength, er ótrúlega persónulegt. Það mætti segja að þetta væri eins og ástarbréf til mín sem ég hef haldið á í mörg ár,“ segir fyrirsætan, listamaðurinn og aðgerðasinninn Ísold Halldórudóttir. 4. mars 2021 20:43 „Getur líka verið kvíði yfir því að manneskjan sé ekki að upplifa það sama“ Vísir frumsýnir í kvöld myndband við lagið Þjást með Hipsumhaps. Lagið er nú einnig komið út á Spotify og er af væntanlegri plötu Hipsumhaps. 12. apríl 2021 22:01 Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
„Mín eigin fegurð byggist ekki á því hvernig heimurinn sér mig“ „Þetta verkefni, Vulnerability and strength, er ótrúlega persónulegt. Það mætti segja að þetta væri eins og ástarbréf til mín sem ég hef haldið á í mörg ár,“ segir fyrirsætan, listamaðurinn og aðgerðasinninn Ísold Halldórudóttir. 4. mars 2021 20:43
„Getur líka verið kvíði yfir því að manneskjan sé ekki að upplifa það sama“ Vísir frumsýnir í kvöld myndband við lagið Þjást með Hipsumhaps. Lagið er nú einnig komið út á Spotify og er af væntanlegri plötu Hipsumhaps. 12. apríl 2021 22:01