Ræddu við fólk sem kveikti eld í og við Heiðmörk Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2021 12:54 Svona var umhorfs eftir gróðureldinn í Heiðmörk í síðustu viku. Óvissustig vegna eldhættu er í gildi frá Eyjafjöllum að Snæfellsnesi vegna þurrks. Vísir/RAX Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ræddu við fólk sem grillaði í Heiðmörk í gær og ungmenni sem kveiktu varðeld við Hvaleyrarvatn í nótt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á gróðureldum en yfirlögregluþjónn segir erfitt að banna fólki að nýta sér aðstöðu sem er til staðar. Ákaflega þurrt og sólríkt hefur verið í veðri á sunnan- og vestanverðu landinu í rúma viku og er gróður afar þurr af þeim sökum. Í síðustu viku var lýst yfir óvissustigi vegna hættu á gróðurheldum á svæði sem nær frá Eyjafjöllum að sunnanverðu Snæfellsnesi. Almenningur hefur af þeim sökum verið hvattur til að sýna aðgát með opin eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Mikill gróðureldur kviknaði í Heiðmörk á þriðjudagskvöld sem er talinn sá annar stærsti hér á landi undanfarin fimmtán ár. Áætlað er að um tveir ferkílómetrar lands hafi orðið eldi að bráð. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglumenn hafi farið upp í Heiðmörk í gær og rætt við fólk sem grillaði í upphlaðinni aðstöðu sem er þar. Fólkið hafi verið meðvitað um hættuna og haft með sér vatn til þess að geta slökkt í ef eitthvað bæri út af. „Auðvitað brýnum við fyrir fólki að fara mjög varlega með eld. Það þarf svo ofsalega lítið til að illa fari. Ef að eldur dreifir úr sér um gróður sem er svona þurr er mjög ólíklegt að fólki ráði við það. Ég held að það geri sér ekki grein fyrir hvað það þarf mikið vatn og kunnáttu til að slökkva í þessu. Þetta getur farið úr böndunum á nokkrum mínútum svo að það verður ekkert við ráðið,“ segir hann við Vísi. Erfitt sé að banna fólki að nota aðstöðu sem sveitarfélög og samtök hafi komið upp á svæðinu. Ásgeir hvetur fólk til að fara mjög varlega, gera ráðstafanir ef eitthvað skyldi fara illa og hringja strax eftir aðstoð áður en hlutirnir verða verulega erfiðir. Fari smá glóð af stað geti áratuga vinna við landgræðslu og skógrækt fuðrað upp. Lögregla sinnti einnig útkalli vegna ungmenna sem komu saman við Hvaleyrarvatn og héldu gleðskap í gærkvöldi. Tilkynningin varðaði einnig að þar væri fólk með opinn eld. Ásgeir segir að ungmennin hafi haft skilning á athugasemdum lögreglu og slökkt í eldinum. Gróðureldar í Heiðmörk Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ákaflega þurrt og sólríkt hefur verið í veðri á sunnan- og vestanverðu landinu í rúma viku og er gróður afar þurr af þeim sökum. Í síðustu viku var lýst yfir óvissustigi vegna hættu á gróðurheldum á svæði sem nær frá Eyjafjöllum að sunnanverðu Snæfellsnesi. Almenningur hefur af þeim sökum verið hvattur til að sýna aðgát með opin eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Mikill gróðureldur kviknaði í Heiðmörk á þriðjudagskvöld sem er talinn sá annar stærsti hér á landi undanfarin fimmtán ár. Áætlað er að um tveir ferkílómetrar lands hafi orðið eldi að bráð. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglumenn hafi farið upp í Heiðmörk í gær og rætt við fólk sem grillaði í upphlaðinni aðstöðu sem er þar. Fólkið hafi verið meðvitað um hættuna og haft með sér vatn til þess að geta slökkt í ef eitthvað bæri út af. „Auðvitað brýnum við fyrir fólki að fara mjög varlega með eld. Það þarf svo ofsalega lítið til að illa fari. Ef að eldur dreifir úr sér um gróður sem er svona þurr er mjög ólíklegt að fólki ráði við það. Ég held að það geri sér ekki grein fyrir hvað það þarf mikið vatn og kunnáttu til að slökkva í þessu. Þetta getur farið úr böndunum á nokkrum mínútum svo að það verður ekkert við ráðið,“ segir hann við Vísi. Erfitt sé að banna fólki að nota aðstöðu sem sveitarfélög og samtök hafi komið upp á svæðinu. Ásgeir hvetur fólk til að fara mjög varlega, gera ráðstafanir ef eitthvað skyldi fara illa og hringja strax eftir aðstoð áður en hlutirnir verða verulega erfiðir. Fari smá glóð af stað geti áratuga vinna við landgræðslu og skógrækt fuðrað upp. Lögregla sinnti einnig útkalli vegna ungmenna sem komu saman við Hvaleyrarvatn og héldu gleðskap í gærkvöldi. Tilkynningin varðaði einnig að þar væri fólk með opinn eld. Ásgeir segir að ungmennin hafi haft skilning á athugasemdum lögreglu og slökkt í eldinum.
Gróðureldar í Heiðmörk Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira