Taktföst strókavirkni í eldgosinu á Reykjanesi Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2021 10:25 Háir og kraftmiklir strókar koma nú upp úr jörðinni í Geldingadölum og nágrenni með hléum á milli. Gosmökkurinn getur dottið niður í millitíðinni. Vísir/Vilhelm Háir og kraftmiklir kvikustrókar sem detta niður þess á milli einkenna nú virkni eldgossins á Reykjanesi. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar segir taktfasta strókavirkni gossins nú bundna við fimmta gíginn sem myndaðist og hefur verið sem virkastur undanfarnar vikur. Strókavirkni gossins síðustu vikuna veik í gær fyrir þeirri stöðugu og jöfnu virkni sem einkenndi gosið lengst framan af, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. Á milli klukkan sjö og átta í gærkvöldi fór strókavirknin aftur af stað. „Það er aftur kominn þessi strókaritmi þar sem koma háir kraftmiklir kvikustrókar sem halda nokkuð jafnri virkni í nokkrar mínútur og svo dettur það niður og bíður eftir næsta strók. Þannig að það er kominn aftur þessi taktfasti ritmi í gosið,“ segir hún. Þrátt fyrir að gosmökkurinn detti niður og sjáist ekki um stund á milli strókanna, eins og gerðist í morgun, segir Salóme að kvika renni áfram og niður í Meradali, jafnvel þó að hún sjáist ekki á vefmyndavélum á svæðinu. Vísir fékk ábendingar um það í morgun að gosmökkurinn sæist ekki lengur frá höfuðborgarsvæinu. „Gosinu er svo sannarlega ekki lokið, það get ég sagt þér,“ segir Salóme. Virknin nú er að mestu bundin við þann gíg sem hefur verið talinn sá fimmti í röðinni frá því að gosið hófst líkt og hefur verið undanfarnar vikur. Tilkynningar bárust í gær um að fyrsti og elsti gígurinn væri aftur orðinn virkur en Salóme segir ekki vitað hvort að svo sé enn. „Það kom aðeins smáskot í fyrsta gíginn í gær. Ég veit ekki hvort að það sé áfram í gangi eða ekki. Það er dálítið erfitt að sjá það á myndavélum. Við fengum bara eina eða tvær tilkynningar í gær um að það væri kvika að koma upp úr elsta gígnum og það er alveg öruggt að það var miðað við þær myndir sem við fengum. En við höfum ekki fengið neinar aðrar tilkynningar um það þannig að ég veit ekki hvort það hafi dottið niður aftur eða ekki,“ segir hún. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Strókavirkni gossins síðustu vikuna veik í gær fyrir þeirri stöðugu og jöfnu virkni sem einkenndi gosið lengst framan af, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. Á milli klukkan sjö og átta í gærkvöldi fór strókavirknin aftur af stað. „Það er aftur kominn þessi strókaritmi þar sem koma háir kraftmiklir kvikustrókar sem halda nokkuð jafnri virkni í nokkrar mínútur og svo dettur það niður og bíður eftir næsta strók. Þannig að það er kominn aftur þessi taktfasti ritmi í gosið,“ segir hún. Þrátt fyrir að gosmökkurinn detti niður og sjáist ekki um stund á milli strókanna, eins og gerðist í morgun, segir Salóme að kvika renni áfram og niður í Meradali, jafnvel þó að hún sjáist ekki á vefmyndavélum á svæðinu. Vísir fékk ábendingar um það í morgun að gosmökkurinn sæist ekki lengur frá höfuðborgarsvæinu. „Gosinu er svo sannarlega ekki lokið, það get ég sagt þér,“ segir Salóme. Virknin nú er að mestu bundin við þann gíg sem hefur verið talinn sá fimmti í röðinni frá því að gosið hófst líkt og hefur verið undanfarnar vikur. Tilkynningar bárust í gær um að fyrsti og elsti gígurinn væri aftur orðinn virkur en Salóme segir ekki vitað hvort að svo sé enn. „Það kom aðeins smáskot í fyrsta gíginn í gær. Ég veit ekki hvort að það sé áfram í gangi eða ekki. Það er dálítið erfitt að sjá það á myndavélum. Við fengum bara eina eða tvær tilkynningar í gær um að það væri kvika að koma upp úr elsta gígnum og það er alveg öruggt að það var miðað við þær myndir sem við fengum. En við höfum ekki fengið neinar aðrar tilkynningar um það þannig að ég veit ekki hvort það hafi dottið niður aftur eða ekki,“ segir hún.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum