Innlent

Héraðs­dómari býður sig fram í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokksins

Kjartan Kjartansson skrifar
Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari.
Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari. Vísir/ÞÞ

Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari, ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í næsta mánuði. Hann hefur ítrekað tjáð sig opinberlega um pólitísk mál þrátt fyrir að siðareglur dómara mæli gegn því að þeir taki opinberlega þátt í stjórnmálastarfi.

Morgunblaðið segir frá framboði Arnars Þórs í dag og hefur eftir honum að hann hafi tekið ákvörðunina eftir mikla íhugun. Hann hafi einnig fengið hvatningu frá fjölda fólks.

Á meðal þeirra mála sem Arnar Þór hefur tjáð sig um opinberlega var þriðji orkupakki Evrópusambandsins sem harðar deilur sköpuðust um árið 2019 og Evrópumál almennt.

Arnar Þór sagði sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningarfrelsi dómara og efni siðareglna þess. Hann vísaði meðal annars til lokaðs fundar sem hann segir að hafi verið haldinn um sig og tjáningu sína.

Ekki kemur fram í frétt Morgunblaðsins hvort að Arnar Þór hafi óskað eftir leyfi frá dómarastörfum sínum við Héraðsdóm Reykjavíkur eða hvort hann ætli að láta af embættinu. Hann segir blaðinu að hann telji að Ísland „standi frammi fyrir mestu stjórnskipunarkrísu sem nokkurt vestrænt lýðræðisríki hafi staðið frammi fyrir frá stríðslokum“.


Tengdar fréttir

Arnar Þór segir sig úr Dómarafélaginu

Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson hefur sagt sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningafrelsi dómara og efni siðareglna félagsins. Ástæðan er meðal annars lokaður fundur sem hann segir hafa verið haldinn um sig og „tjáningu“ sína.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×