Grunsamlegar mannaferðir og eldur í runna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2021 06:25 Að vanda stöðvaði lögregla nokkra ökumenn sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna grunsamlegra mannaferða og elds í runna. Þá var tilkynnt um nokkur innbrot og umferðaróhöpp. Lögreglu bárust alls þrjár tilkynningar um innbrot; eitt í Vesturbæ, eitt í Austurbæ og eitt í fyrirtæki í umdæmi 2, það er Hafnarfirði, Garðabæ eða Álftanesi. Öll málin eru í rannsókn. Þá bárust tvær tilkynningar um ölvaða menn sem voru til vandræða. Einn var að ráfa um miðborgina og sinnti þeim fyrirmælum að koma sér heim en hinn veittist að sjúkraflutningamönnum þegar þeir hugðust koma honum til aðstoðar. Sá var orðinn rólegur þegar lögreglu bar að og þáði hjálpina. Lögregla var einnig kölluð til vegna elds í runna en þegar á staðinn var komið var íbúi að ljúka slökkvistörfum. Fimm tilkynningar bárust vegna umferðaróhappa. Ein vegna manns sem datt af rafskútu en sá reyndist ölvaður. Var hann ekki slasaður og vildi ekki aðstoð lögreglu. Þá lentu bifreið og bifhjól saman en meiðsli voru minniháttar. Tvö umferðaróhappana reyndust minniháttar og voru leyst án aðkomu lögreglu. Fimmta tilkynningin varðaði vörubifreið sem hafði ekið utan í ljósastaur. Ökumaðurinn lét sig hverfa en fannst skömmu síðar. Í umdæmi 2 var einnig tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir, þar sem einstaklingur virtist ganga um og lýsa inn í bifreiðar en maðurinn var farinn þegar lögreglu bar að garði. Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira
Lögreglu bárust alls þrjár tilkynningar um innbrot; eitt í Vesturbæ, eitt í Austurbæ og eitt í fyrirtæki í umdæmi 2, það er Hafnarfirði, Garðabæ eða Álftanesi. Öll málin eru í rannsókn. Þá bárust tvær tilkynningar um ölvaða menn sem voru til vandræða. Einn var að ráfa um miðborgina og sinnti þeim fyrirmælum að koma sér heim en hinn veittist að sjúkraflutningamönnum þegar þeir hugðust koma honum til aðstoðar. Sá var orðinn rólegur þegar lögreglu bar að og þáði hjálpina. Lögregla var einnig kölluð til vegna elds í runna en þegar á staðinn var komið var íbúi að ljúka slökkvistörfum. Fimm tilkynningar bárust vegna umferðaróhappa. Ein vegna manns sem datt af rafskútu en sá reyndist ölvaður. Var hann ekki slasaður og vildi ekki aðstoð lögreglu. Þá lentu bifreið og bifhjól saman en meiðsli voru minniháttar. Tvö umferðaróhappana reyndust minniháttar og voru leyst án aðkomu lögreglu. Fimmta tilkynningin varðaði vörubifreið sem hafði ekið utan í ljósastaur. Ökumaðurinn lét sig hverfa en fannst skömmu síðar. Í umdæmi 2 var einnig tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir, þar sem einstaklingur virtist ganga um og lýsa inn í bifreiðar en maðurinn var farinn þegar lögreglu bar að garði.
Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira