Lögmaður Sölva segir málið komið í réttan farveg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2021 09:21 Saga er lögmaður Sölva. „Það er auðvitað komið fram núna að það séu komnar kærur og það er auðvitað bara rétti farvegurinn. Þar getur hann tekið til varna,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. Eins og Vísir greindi frá í gær hafa tvær konur tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis en Sölvi hafði áður tjáð sig um kjaftasögur þess efnis í hlaðvarpsþætti sínum. „Það er ekki hægt að taka til varna á samfélagsmiðlum,“ sagði Saga í Bítinu í morgun. „Þú vinnur aldrei þá maskínu, það er ekki hægt.“ Saga sagði Sölva kominn inn á geðdeild. „Hann er alveg búinn. Það er ekkert grín þegar kommentakerfið glóir... þegar skilaboðin dynja... Þetta bara tekur á.“ Sagðist Saga fegin því að Sölvi væri kominn inn á geðdeildina og sagðist vona að hann fengi hvíld. „Því þetta er hættulegur leikur,“ bætti hún við en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið. Ólögráða stúlka kærð vegna einkaskilaboða Saga sagði vald áhrifavalda mikið og þeir ættu mjög auðvelt með að taka einstaklinga „af lífi“. Hins vegar væru það ekki bara fullorðnir sem væru að lenda í mulningsvél samfélagsmiðla heldur líka börn. Tók hún eitt mála sinna sem dæmi um hið skrýtna samband sem upp væri komið milli netsamskipta og dómstóla. Þannig væri hún lögmaður foreldra stúlku undir lögaldri, sem hefði kært strák fyrir kynferðisbrot. Þegar stúlkan sá mynd af vinkonu sinni með stráknum sendi hún einkaskilaboð á vinkonuna, þar sem hún sagði strákinn hafa nauðgað sér og annarri stúlku. Foreldrar stráksins, sem einnig er undir lögaldri, kærðu þá stúlkuna fyrir meiðyrði, kröfðust þess að ummælin yrðu dregin til baka og 1,5 milljón króna í bætur. „Mynduð þið trúa því að þetta ætti sér stað á Íslandi?“ spurði Saga. Hún sagði þetta raunveruleikann sem við byggjum við núna; að einkaskilaboð væru orðin að dómsmáli. „Þetta er sturlun,“ sagði Saga, það væri tímabært að samfélagið væri að hugsa sinn gang. Lögreglumál Mál Sölva Tryggvasonar Tengdar fréttir Tvær konur hafa tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis Tvær konur hafa stigið fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafi verið beittar af Sölva Tryggvasyni, dagskrárgerðarmanni. Þær hafa báðar leitað til lögreglu vegna meints ofbeldis. 5. maí 2021 19:41 Simmi Vill grét með Sölva: „Hvað er að okkur?“ Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður segir að mál Sölva Tryggvasonar eigi að fá fólk til að hugsa og kveðst vera hrærður eftir að hafa horft á þátt Sölva frá því í gær. 5. maí 2021 10:45 Sölvi brotnar algerlega saman í eigin hlaðvarpsþætti um sögusagnirnar „Ég sendi frá mér þessa yfirlýsingu í gær, en mér fannst eins og ég yrði að tjá mig eitthvað meira, einfaldlega af því að mér líður bara enn þá ofboðslega illa.“ 4. maí 2021 20:12 Sölvi segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um sögusagnir sem gengið hafa um hann undanfarna daga. Hann segir þær enga stoð eiga í raunveruleikanum og birtir upplýsingar úr málaskrá lögreglu sem sýna að lögregla hefur engin afskipti haft af honum undanfarnar vikur. 3. maí 2021 14:55 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gær hafa tvær konur tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis en Sölvi hafði áður tjáð sig um kjaftasögur þess efnis í hlaðvarpsþætti sínum. „Það er ekki hægt að taka til varna á samfélagsmiðlum,“ sagði Saga í Bítinu í morgun. „Þú vinnur aldrei þá maskínu, það er ekki hægt.“ Saga sagði Sölva kominn inn á geðdeild. „Hann er alveg búinn. Það er ekkert grín þegar kommentakerfið glóir... þegar skilaboðin dynja... Þetta bara tekur á.“ Sagðist Saga fegin því að Sölvi væri kominn inn á geðdeildina og sagðist vona að hann fengi hvíld. „Því þetta er hættulegur leikur,“ bætti hún við en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið. Ólögráða stúlka kærð vegna einkaskilaboða Saga sagði vald áhrifavalda mikið og þeir ættu mjög auðvelt með að taka einstaklinga „af lífi“. Hins vegar væru það ekki bara fullorðnir sem væru að lenda í mulningsvél samfélagsmiðla heldur líka börn. Tók hún eitt mála sinna sem dæmi um hið skrýtna samband sem upp væri komið milli netsamskipta og dómstóla. Þannig væri hún lögmaður foreldra stúlku undir lögaldri, sem hefði kært strák fyrir kynferðisbrot. Þegar stúlkan sá mynd af vinkonu sinni með stráknum sendi hún einkaskilaboð á vinkonuna, þar sem hún sagði strákinn hafa nauðgað sér og annarri stúlku. Foreldrar stráksins, sem einnig er undir lögaldri, kærðu þá stúlkuna fyrir meiðyrði, kröfðust þess að ummælin yrðu dregin til baka og 1,5 milljón króna í bætur. „Mynduð þið trúa því að þetta ætti sér stað á Íslandi?“ spurði Saga. Hún sagði þetta raunveruleikann sem við byggjum við núna; að einkaskilaboð væru orðin að dómsmáli. „Þetta er sturlun,“ sagði Saga, það væri tímabært að samfélagið væri að hugsa sinn gang.
Lögreglumál Mál Sölva Tryggvasonar Tengdar fréttir Tvær konur hafa tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis Tvær konur hafa stigið fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafi verið beittar af Sölva Tryggvasyni, dagskrárgerðarmanni. Þær hafa báðar leitað til lögreglu vegna meints ofbeldis. 5. maí 2021 19:41 Simmi Vill grét með Sölva: „Hvað er að okkur?“ Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður segir að mál Sölva Tryggvasonar eigi að fá fólk til að hugsa og kveðst vera hrærður eftir að hafa horft á þátt Sölva frá því í gær. 5. maí 2021 10:45 Sölvi brotnar algerlega saman í eigin hlaðvarpsþætti um sögusagnirnar „Ég sendi frá mér þessa yfirlýsingu í gær, en mér fannst eins og ég yrði að tjá mig eitthvað meira, einfaldlega af því að mér líður bara enn þá ofboðslega illa.“ 4. maí 2021 20:12 Sölvi segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um sögusagnir sem gengið hafa um hann undanfarna daga. Hann segir þær enga stoð eiga í raunveruleikanum og birtir upplýsingar úr málaskrá lögreglu sem sýna að lögregla hefur engin afskipti haft af honum undanfarnar vikur. 3. maí 2021 14:55 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Tvær konur hafa tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis Tvær konur hafa stigið fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafi verið beittar af Sölva Tryggvasyni, dagskrárgerðarmanni. Þær hafa báðar leitað til lögreglu vegna meints ofbeldis. 5. maí 2021 19:41
Simmi Vill grét með Sölva: „Hvað er að okkur?“ Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður segir að mál Sölva Tryggvasonar eigi að fá fólk til að hugsa og kveðst vera hrærður eftir að hafa horft á þátt Sölva frá því í gær. 5. maí 2021 10:45
Sölvi brotnar algerlega saman í eigin hlaðvarpsþætti um sögusagnirnar „Ég sendi frá mér þessa yfirlýsingu í gær, en mér fannst eins og ég yrði að tjá mig eitthvað meira, einfaldlega af því að mér líður bara enn þá ofboðslega illa.“ 4. maí 2021 20:12
Sölvi segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um sögusagnir sem gengið hafa um hann undanfarna daga. Hann segir þær enga stoð eiga í raunveruleikanum og birtir upplýsingar úr málaskrá lögreglu sem sýna að lögregla hefur engin afskipti haft af honum undanfarnar vikur. 3. maí 2021 14:55