„Þetta er margs konar klúður“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. maí 2021 18:26 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar. vísir/Vilhelm Sérfræðingar sem komu fyrir velferðarnefnd í morgun lýstu yfir áhyggjum af stöðu skimana fyrir leghálskrabbameini, að sögn nefndarformanns. Hún segir breytingar á þjónustunni klúður sem stefni heilsu kvenna í hættu. Þingmenn ráku í dag á eftir skýrslu heilbrigðisráðherra um efnið. Alþingi samþykkti í byrjun mars skýrslubeiðni til heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir að greint verði frá öllum forsendum að baki þeirri ákvörðun að flytja greiningar á sýnum til Danmerkur. Í dag steig hver þingmaðurinn á fætur öðrum í pontu og bað forseta Alþingis um kanna hvernig vinnu miðar. „Ég hefði haldið að þessa skýrslu hefði bara verið hægt að prenta út. Vegna þess að þessar upplýsingar hefðu legið fyrir til grundvallar þessari vegferð. Það var aldeilis ekki svo,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar í dag. Ráðherra hefur lögum samkvæmt tíu vikna frest en þingmenn eru óþreyjufullir nú þegar níu vikur eru liðnar þar sem óskað var eftir samráði við þingflokka um að óháður aðili yrði fenginn til skýrslugerðar. Það hafi ekki gerst. „Maður upplifir að það er óöryggi meðal kvenna með algjöra grundvallar heilbrigðisþjónustu. Okkur fannst mikilvægt að það yrði fenginn óháður aðili til að rýna forsendurnar og gögnin til þess að vinnan væri líkleg til þess að skapa traust aftur,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm „Við þekkjum öll aðdraganda þessara breytinga; algjör skortur á kynningu og svo þessi sterku viðbrögð frá læknum og konum, sem kallar á að það þurfi að skoða hvað bjó þarna að baki.“ Að sögn heilbrigðisráðherra stendur vinna við skýrsluna yfir innan ráðuneytisins. Fjallað var um breytingar á fyrirkomulagi skimana í velferðarnefnd í morgun og nefndarformaður segir fjölmarga gesti sem komu fyrir nefndina hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni. „Allir gestir sem komu fyrir nefndina gerðu það. Bæði inni á Landspítala og sjálfstætt starfandi. Allt sérfræðingar úr heilbrigðiskerfinu sem voru að lýsa yfir áhyggjum,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Þeir hafi kvartað undan lélegu upplýsingaflæði fra Danmörku og seinagangi. „Í dag held ég að við séum komin með vandann það mikið í fangið að það er ekki hægt að bíða eftir niðurstöðu skýrslu með aðgerðir. Ég held að heilbrigðisráðherra verði bara að taka ákvörðun um að þetta var ekki góð hugmynd og að við skulum framkvæma þessar rannsóknir hér á Íslandi,“ segir Helga Vala. „Öryggi kvenna er í hættu. Þeirra heilsa og öryggi er í hættu út af þessu klúðri.“ Er það eitthvað sem sérfræðingar eru að segja ? „Já, alveg klárlega. Vegna þess að eftir því sem biðin er lengri eftir niðurstöðu þeim mun meiri hætta er á að krabbamein nái að þróast. Svo auka þessar tilfærslur hættuna á að það verði klúður í skráningunni og það sé ekki hægt að rekja hver eigi hvaða sýni. Að það séu rangar upplýsingar sem berist jafnvel til kvenna. Þetta er margs konar klúður,“ segir Helga Vala. Skimun fyrir krabbameini Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Alþingi samþykkti í byrjun mars skýrslubeiðni til heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir að greint verði frá öllum forsendum að baki þeirri ákvörðun að flytja greiningar á sýnum til Danmerkur. Í dag steig hver þingmaðurinn á fætur öðrum í pontu og bað forseta Alþingis um kanna hvernig vinnu miðar. „Ég hefði haldið að þessa skýrslu hefði bara verið hægt að prenta út. Vegna þess að þessar upplýsingar hefðu legið fyrir til grundvallar þessari vegferð. Það var aldeilis ekki svo,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar í dag. Ráðherra hefur lögum samkvæmt tíu vikna frest en þingmenn eru óþreyjufullir nú þegar níu vikur eru liðnar þar sem óskað var eftir samráði við þingflokka um að óháður aðili yrði fenginn til skýrslugerðar. Það hafi ekki gerst. „Maður upplifir að það er óöryggi meðal kvenna með algjöra grundvallar heilbrigðisþjónustu. Okkur fannst mikilvægt að það yrði fenginn óháður aðili til að rýna forsendurnar og gögnin til þess að vinnan væri líkleg til þess að skapa traust aftur,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm „Við þekkjum öll aðdraganda þessara breytinga; algjör skortur á kynningu og svo þessi sterku viðbrögð frá læknum og konum, sem kallar á að það þurfi að skoða hvað bjó þarna að baki.“ Að sögn heilbrigðisráðherra stendur vinna við skýrsluna yfir innan ráðuneytisins. Fjallað var um breytingar á fyrirkomulagi skimana í velferðarnefnd í morgun og nefndarformaður segir fjölmarga gesti sem komu fyrir nefndina hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni. „Allir gestir sem komu fyrir nefndina gerðu það. Bæði inni á Landspítala og sjálfstætt starfandi. Allt sérfræðingar úr heilbrigðiskerfinu sem voru að lýsa yfir áhyggjum,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Þeir hafi kvartað undan lélegu upplýsingaflæði fra Danmörku og seinagangi. „Í dag held ég að við séum komin með vandann það mikið í fangið að það er ekki hægt að bíða eftir niðurstöðu skýrslu með aðgerðir. Ég held að heilbrigðisráðherra verði bara að taka ákvörðun um að þetta var ekki góð hugmynd og að við skulum framkvæma þessar rannsóknir hér á Íslandi,“ segir Helga Vala. „Öryggi kvenna er í hættu. Þeirra heilsa og öryggi er í hættu út af þessu klúðri.“ Er það eitthvað sem sérfræðingar eru að segja ? „Já, alveg klárlega. Vegna þess að eftir því sem biðin er lengri eftir niðurstöðu þeim mun meiri hætta er á að krabbamein nái að þróast. Svo auka þessar tilfærslur hættuna á að það verði klúður í skráningunni og það sé ekki hægt að rekja hver eigi hvaða sýni. Að það séu rangar upplýsingar sem berist jafnvel til kvenna. Þetta er margs konar klúður,“ segir Helga Vala.
Skimun fyrir krabbameini Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira