„Þetta er margs konar klúður“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. maí 2021 18:26 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar. vísir/Vilhelm Sérfræðingar sem komu fyrir velferðarnefnd í morgun lýstu yfir áhyggjum af stöðu skimana fyrir leghálskrabbameini, að sögn nefndarformanns. Hún segir breytingar á þjónustunni klúður sem stefni heilsu kvenna í hættu. Þingmenn ráku í dag á eftir skýrslu heilbrigðisráðherra um efnið. Alþingi samþykkti í byrjun mars skýrslubeiðni til heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir að greint verði frá öllum forsendum að baki þeirri ákvörðun að flytja greiningar á sýnum til Danmerkur. Í dag steig hver þingmaðurinn á fætur öðrum í pontu og bað forseta Alþingis um kanna hvernig vinnu miðar. „Ég hefði haldið að þessa skýrslu hefði bara verið hægt að prenta út. Vegna þess að þessar upplýsingar hefðu legið fyrir til grundvallar þessari vegferð. Það var aldeilis ekki svo,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar í dag. Ráðherra hefur lögum samkvæmt tíu vikna frest en þingmenn eru óþreyjufullir nú þegar níu vikur eru liðnar þar sem óskað var eftir samráði við þingflokka um að óháður aðili yrði fenginn til skýrslugerðar. Það hafi ekki gerst. „Maður upplifir að það er óöryggi meðal kvenna með algjöra grundvallar heilbrigðisþjónustu. Okkur fannst mikilvægt að það yrði fenginn óháður aðili til að rýna forsendurnar og gögnin til þess að vinnan væri líkleg til þess að skapa traust aftur,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm „Við þekkjum öll aðdraganda þessara breytinga; algjör skortur á kynningu og svo þessi sterku viðbrögð frá læknum og konum, sem kallar á að það þurfi að skoða hvað bjó þarna að baki.“ Að sögn heilbrigðisráðherra stendur vinna við skýrsluna yfir innan ráðuneytisins. Fjallað var um breytingar á fyrirkomulagi skimana í velferðarnefnd í morgun og nefndarformaður segir fjölmarga gesti sem komu fyrir nefndina hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni. „Allir gestir sem komu fyrir nefndina gerðu það. Bæði inni á Landspítala og sjálfstætt starfandi. Allt sérfræðingar úr heilbrigðiskerfinu sem voru að lýsa yfir áhyggjum,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Þeir hafi kvartað undan lélegu upplýsingaflæði fra Danmörku og seinagangi. „Í dag held ég að við séum komin með vandann það mikið í fangið að það er ekki hægt að bíða eftir niðurstöðu skýrslu með aðgerðir. Ég held að heilbrigðisráðherra verði bara að taka ákvörðun um að þetta var ekki góð hugmynd og að við skulum framkvæma þessar rannsóknir hér á Íslandi,“ segir Helga Vala. „Öryggi kvenna er í hættu. Þeirra heilsa og öryggi er í hættu út af þessu klúðri.“ Er það eitthvað sem sérfræðingar eru að segja ? „Já, alveg klárlega. Vegna þess að eftir því sem biðin er lengri eftir niðurstöðu þeim mun meiri hætta er á að krabbamein nái að þróast. Svo auka þessar tilfærslur hættuna á að það verði klúður í skráningunni og það sé ekki hægt að rekja hver eigi hvaða sýni. Að það séu rangar upplýsingar sem berist jafnvel til kvenna. Þetta er margs konar klúður,“ segir Helga Vala. Skimun fyrir krabbameini Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Alþingi samþykkti í byrjun mars skýrslubeiðni til heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir að greint verði frá öllum forsendum að baki þeirri ákvörðun að flytja greiningar á sýnum til Danmerkur. Í dag steig hver þingmaðurinn á fætur öðrum í pontu og bað forseta Alþingis um kanna hvernig vinnu miðar. „Ég hefði haldið að þessa skýrslu hefði bara verið hægt að prenta út. Vegna þess að þessar upplýsingar hefðu legið fyrir til grundvallar þessari vegferð. Það var aldeilis ekki svo,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar í dag. Ráðherra hefur lögum samkvæmt tíu vikna frest en þingmenn eru óþreyjufullir nú þegar níu vikur eru liðnar þar sem óskað var eftir samráði við þingflokka um að óháður aðili yrði fenginn til skýrslugerðar. Það hafi ekki gerst. „Maður upplifir að það er óöryggi meðal kvenna með algjöra grundvallar heilbrigðisþjónustu. Okkur fannst mikilvægt að það yrði fenginn óháður aðili til að rýna forsendurnar og gögnin til þess að vinnan væri líkleg til þess að skapa traust aftur,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm „Við þekkjum öll aðdraganda þessara breytinga; algjör skortur á kynningu og svo þessi sterku viðbrögð frá læknum og konum, sem kallar á að það þurfi að skoða hvað bjó þarna að baki.“ Að sögn heilbrigðisráðherra stendur vinna við skýrsluna yfir innan ráðuneytisins. Fjallað var um breytingar á fyrirkomulagi skimana í velferðarnefnd í morgun og nefndarformaður segir fjölmarga gesti sem komu fyrir nefndina hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni. „Allir gestir sem komu fyrir nefndina gerðu það. Bæði inni á Landspítala og sjálfstætt starfandi. Allt sérfræðingar úr heilbrigðiskerfinu sem voru að lýsa yfir áhyggjum,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Þeir hafi kvartað undan lélegu upplýsingaflæði fra Danmörku og seinagangi. „Í dag held ég að við séum komin með vandann það mikið í fangið að það er ekki hægt að bíða eftir niðurstöðu skýrslu með aðgerðir. Ég held að heilbrigðisráðherra verði bara að taka ákvörðun um að þetta var ekki góð hugmynd og að við skulum framkvæma þessar rannsóknir hér á Íslandi,“ segir Helga Vala. „Öryggi kvenna er í hættu. Þeirra heilsa og öryggi er í hættu út af þessu klúðri.“ Er það eitthvað sem sérfræðingar eru að segja ? „Já, alveg klárlega. Vegna þess að eftir því sem biðin er lengri eftir niðurstöðu þeim mun meiri hætta er á að krabbamein nái að þróast. Svo auka þessar tilfærslur hættuna á að það verði klúður í skráningunni og það sé ekki hægt að rekja hver eigi hvaða sýni. Að það séu rangar upplýsingar sem berist jafnvel til kvenna. Þetta er margs konar klúður,“ segir Helga Vala.
Skimun fyrir krabbameini Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira