Innlent

Kalt loft sem veldur nætur­frosti um mest allt land

Atli Ísleifsson skrifar
Hitinn gæti ná sjö til níu stigum að deginum þar sem best lætur.
Hitinn gæti ná sjö til níu stigum að deginum þar sem best lætur. Vísir/Vilhelm

Kalt loft liggur yfir landinu sem veldur næturfrosti um mest allt land. Vindur verður hins vegar almennt hægur og víða léttskýjað.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það sé helst um landið austanvert að norðanáttin sé heldur ágengari og beri með sér dálítil él. Þó er útlit fyrir að það minnki þegar líður á vikuna.

„Hitinn gæti ná 7 til 9 stigum að deginum þar sem best lætur en á Norðaustur- og Austurlandi fer hitinn lítið yfir 3 stig yfir hádaginn.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Norðan 3-8 m/s og víða þurrt og bjart veður, hiti 3 til 8 stig yfir daginn. Skýjað og líkur á lítilsháttar éljum á Austurlandi með hita kringum frostmark.

Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag: Norðaustan og austan 3-10 m/s. Bjartviðri á Vesturlandi. Skýjað norðan- og austanlands og sums staðar dálítil él. Skýjað með köflum sunnanlands og stöku skúrir eða él. Hiti frá frostmarki norðaustanlands, upp í 8 stiga hita á Suðvesturlandi. Næturfrost víða um land.

Á laugardag og sunnudag: Hæg breytileg átt. Yfirleitt þurrt á landinu og bjart með köflum. Hiti 2 til 8 stig yfir daginn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.