Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Eiður Þór Árnason skrifar 2. maí 2021 19:00 Samherji hefur einnig auglýst myndbönd sín á Youtube. Vísir/Egill Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. Stjórn félagsins fundaði um málið á föstudag en umrædd auglýsing sem birtist á forsíðu mbl.is dagana 23. til 28. apríl. Auglýsingaborðinn, sem á stóð „Ábyrgðarleysi í Efstaleiti“ vísaði á myndband úr smiðju sjávarútvegsfyrirtækisins. Í því er meðal annars kvartað undan því að niðurstaða siðanefndar RÚV muni ekki leiða til þess að Helga verði bannað að fjalla frekar um Samherja. Eins og frægt er orðið hefur Helgi Seljan fjallað ítarlega um starfsemi fyrirtækisins á síðustu árum, bæði í tengslum við aðgerðir gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands og ásakanir um brotlega starfsemi í Namibíu. Þessi aðgerð BÍ er meðal fyrstu verka Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í nýju forystuhlutverki en hún var á dögunum kjörin nýr formaður félagsins. Liður í áróðursherferð Samherja Á vef BÍ segir að Sigríður hafi sent bréf á Harald Johannessen, framkvæmdastjóra Árvakurs, og Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs, fyrir hönd stjórnarinnar í gær. Í bréfinu lýsir stjórn BÍ óánægju með birtingu auglýsingarinnar og óskar eftir því að fulltrúi fyrirtækisins mæti á fund með félagsmönnum BÍ á fimmtudagskvöld þar sem málið verður til umræðu opnum fundi. Auglýsingin er sögð vera liður í áróðursherferð Samherja gegn Helga Seljan og samstarfsfélögum hans sem hafi staðið linnulaust í eitt og hálft ár. Þá beinist herferðin ekki síður gegn öllum öðrum blaðamönnum og ritstjórnum. „Birting auglýsingarinnar á mbl.is vekur ennfremur upp spurningar um stöðu blaðamanna sem starfa á mbl.is og hafa í sínum störfum ætíð í heiðri siðareglur Blaðamannafélags Íslands,“ segir í bréfi formannsins. Bréfið í heild sinni Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir óánægju með ákvörðun stjórnenda Ávakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, um birtingu auglýsingar frá fyrirtækinu Samherja á vef mbl.is dagana 23. - 28. apríl sl.. Auglýsingin er liður í áróðursherferð Samherja gegn Helga Seljan, fréttamanni á RÚV, og samstarfsfélögum hans, sem staðið hefur linnulaust í eitt og hálft ár. Á fjölmiðlum eru skörp skil milli auglýsingadeilda og ritstjórna en með þessari auglýsingu var stigið yfir þá línu því herferð Samherja er ekki aðeins herferð gegn einum fréttamanni eða einni ritstjórn heldur beinist hún gegn öllum blaðamönnum og öllum ritstjórnum, þar á meðal blaðamönnum á mbl.is Auglýsingin á mbl.is er tengd á myndband Samherja sem hefur þann eina tilgang að reyna að þvinga fram bann við því að Helgi Seljan fjalli um málefni fyrirtækisins og er því markmið þess að þagga niður í þeim fréttamanni sem hve mest hefur haft málefni fyrirtækisins til umfjöllunar. Slíkt er alvarleg aðför að frjálsri fjölmiðlun og gróf atlaga að fréttamanni þar sem vegið er að starfsheiðri hans. Aukinheldur er auglýsingin liður í ófrægingarherferð Samherja gegn Helga Seljan og samstarfsfélögum hans þar sem því er margítrekað ranglega haldið fram að vinnubrögðum hafi verið ábótavant við gerð frétta um fyrirtækið og stjórnendur þess. Þá bendum við jafnframt á siðareglur SÍA um auglýsingagerð og markaðsskilaboð. Í þeim segir í 12. grein: „Í auglýsingum má ekki hallmæla neinum einstaklingi eða hópi einstaklinga, fyrirtæki, [...] með það fyrir augum að kalla fram opinberlega fyrirlitningu eða hæðni.“ Birting auglýsingarinnar á mbl.is vekur ennfremur upp spurningar um stöðu blaðamanna sem starfa á mbl.is og hafa í sínum störfum ætíð í heiðri siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Í þeim segir meðal annars, í 1. grein, að „blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfélag, blað eða fréttastofu. Honum ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starfi blaðamanns eða skert hagsmuni stéttarinnar. Blaðamaður skal jafnan sýna drengskap í skiptum sínum við starfsfélaga.“ Markmið og inntak auglýsingarinnar setur blaðamenn mbl.is í óviðunandi stöðu því þeir þurfa að sitja undir því að efni sem þeir skrifa, jafnvel undir nafni, birtist samhliða auglýsingu Samherja. Stjórn Blaðamannafélag Íslands fer þess því á leit við stjórnendur Árvakurs að þeir taki tillit til þeirra sjónarmiða sem hér eru talin upp, komi sú staða upp aftur að auglýsandi óskar eftir birtingu auglýsingar þar sem vegið er að starfsheiðri fréttamanns eða fréttamanna. Ennfremur óskar félagið eftir því að fulltrúi fyrirtækisins mæti á umræðufund með félagsmönnum sem haldinn verður á fimmtudagskvöld í næstu viku, þar sem umræðuefnið er meðal annars siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu auglýsinga í íslenskum miðlum og ábyrgð fjölmiðla. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem mál tengd Samherja koma á borð stjórnar Blaðamannafélags Íslands. Félagið sendi frá sér ályktun síðasta sumar enda eru fjölmiðlar hryggjarstykkið í lýðræðislegri umræðu og þegar að þeim er vegið með órökstuddum dylgjum er vegið að tjáningarfrelsinu sjálfu og gerð tilraun til þess að grafa undan einu mikilvægasta hlutverki blaðamennskunnar, aðhaldshlutverkinu. Fyrir hönd stjórnar Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Samherjaskjölin Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00 Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Stjórn félagsins fundaði um málið á föstudag en umrædd auglýsing sem birtist á forsíðu mbl.is dagana 23. til 28. apríl. Auglýsingaborðinn, sem á stóð „Ábyrgðarleysi í Efstaleiti“ vísaði á myndband úr smiðju sjávarútvegsfyrirtækisins. Í því er meðal annars kvartað undan því að niðurstaða siðanefndar RÚV muni ekki leiða til þess að Helga verði bannað að fjalla frekar um Samherja. Eins og frægt er orðið hefur Helgi Seljan fjallað ítarlega um starfsemi fyrirtækisins á síðustu árum, bæði í tengslum við aðgerðir gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands og ásakanir um brotlega starfsemi í Namibíu. Þessi aðgerð BÍ er meðal fyrstu verka Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í nýju forystuhlutverki en hún var á dögunum kjörin nýr formaður félagsins. Liður í áróðursherferð Samherja Á vef BÍ segir að Sigríður hafi sent bréf á Harald Johannessen, framkvæmdastjóra Árvakurs, og Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs, fyrir hönd stjórnarinnar í gær. Í bréfinu lýsir stjórn BÍ óánægju með birtingu auglýsingarinnar og óskar eftir því að fulltrúi fyrirtækisins mæti á fund með félagsmönnum BÍ á fimmtudagskvöld þar sem málið verður til umræðu opnum fundi. Auglýsingin er sögð vera liður í áróðursherferð Samherja gegn Helga Seljan og samstarfsfélögum hans sem hafi staðið linnulaust í eitt og hálft ár. Þá beinist herferðin ekki síður gegn öllum öðrum blaðamönnum og ritstjórnum. „Birting auglýsingarinnar á mbl.is vekur ennfremur upp spurningar um stöðu blaðamanna sem starfa á mbl.is og hafa í sínum störfum ætíð í heiðri siðareglur Blaðamannafélags Íslands,“ segir í bréfi formannsins. Bréfið í heild sinni Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir óánægju með ákvörðun stjórnenda Ávakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, um birtingu auglýsingar frá fyrirtækinu Samherja á vef mbl.is dagana 23. - 28. apríl sl.. Auglýsingin er liður í áróðursherferð Samherja gegn Helga Seljan, fréttamanni á RÚV, og samstarfsfélögum hans, sem staðið hefur linnulaust í eitt og hálft ár. Á fjölmiðlum eru skörp skil milli auglýsingadeilda og ritstjórna en með þessari auglýsingu var stigið yfir þá línu því herferð Samherja er ekki aðeins herferð gegn einum fréttamanni eða einni ritstjórn heldur beinist hún gegn öllum blaðamönnum og öllum ritstjórnum, þar á meðal blaðamönnum á mbl.is Auglýsingin á mbl.is er tengd á myndband Samherja sem hefur þann eina tilgang að reyna að þvinga fram bann við því að Helgi Seljan fjalli um málefni fyrirtækisins og er því markmið þess að þagga niður í þeim fréttamanni sem hve mest hefur haft málefni fyrirtækisins til umfjöllunar. Slíkt er alvarleg aðför að frjálsri fjölmiðlun og gróf atlaga að fréttamanni þar sem vegið er að starfsheiðri hans. Aukinheldur er auglýsingin liður í ófrægingarherferð Samherja gegn Helga Seljan og samstarfsfélögum hans þar sem því er margítrekað ranglega haldið fram að vinnubrögðum hafi verið ábótavant við gerð frétta um fyrirtækið og stjórnendur þess. Þá bendum við jafnframt á siðareglur SÍA um auglýsingagerð og markaðsskilaboð. Í þeim segir í 12. grein: „Í auglýsingum má ekki hallmæla neinum einstaklingi eða hópi einstaklinga, fyrirtæki, [...] með það fyrir augum að kalla fram opinberlega fyrirlitningu eða hæðni.“ Birting auglýsingarinnar á mbl.is vekur ennfremur upp spurningar um stöðu blaðamanna sem starfa á mbl.is og hafa í sínum störfum ætíð í heiðri siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Í þeim segir meðal annars, í 1. grein, að „blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfélag, blað eða fréttastofu. Honum ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starfi blaðamanns eða skert hagsmuni stéttarinnar. Blaðamaður skal jafnan sýna drengskap í skiptum sínum við starfsfélaga.“ Markmið og inntak auglýsingarinnar setur blaðamenn mbl.is í óviðunandi stöðu því þeir þurfa að sitja undir því að efni sem þeir skrifa, jafnvel undir nafni, birtist samhliða auglýsingu Samherja. Stjórn Blaðamannafélag Íslands fer þess því á leit við stjórnendur Árvakurs að þeir taki tillit til þeirra sjónarmiða sem hér eru talin upp, komi sú staða upp aftur að auglýsandi óskar eftir birtingu auglýsingar þar sem vegið er að starfsheiðri fréttamanns eða fréttamanna. Ennfremur óskar félagið eftir því að fulltrúi fyrirtækisins mæti á umræðufund með félagsmönnum sem haldinn verður á fimmtudagskvöld í næstu viku, þar sem umræðuefnið er meðal annars siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu auglýsinga í íslenskum miðlum og ábyrgð fjölmiðla. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem mál tengd Samherja koma á borð stjórnar Blaðamannafélags Íslands. Félagið sendi frá sér ályktun síðasta sumar enda eru fjölmiðlar hryggjarstykkið í lýðræðislegri umræðu og þegar að þeim er vegið með órökstuddum dylgjum er vegið að tjáningarfrelsinu sjálfu og gerð tilraun til þess að grafa undan einu mikilvægasta hlutverki blaðamennskunnar, aðhaldshlutverkinu. Fyrir hönd stjórnar Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður
Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir óánægju með ákvörðun stjórnenda Ávakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, um birtingu auglýsingar frá fyrirtækinu Samherja á vef mbl.is dagana 23. - 28. apríl sl.. Auglýsingin er liður í áróðursherferð Samherja gegn Helga Seljan, fréttamanni á RÚV, og samstarfsfélögum hans, sem staðið hefur linnulaust í eitt og hálft ár. Á fjölmiðlum eru skörp skil milli auglýsingadeilda og ritstjórna en með þessari auglýsingu var stigið yfir þá línu því herferð Samherja er ekki aðeins herferð gegn einum fréttamanni eða einni ritstjórn heldur beinist hún gegn öllum blaðamönnum og öllum ritstjórnum, þar á meðal blaðamönnum á mbl.is Auglýsingin á mbl.is er tengd á myndband Samherja sem hefur þann eina tilgang að reyna að þvinga fram bann við því að Helgi Seljan fjalli um málefni fyrirtækisins og er því markmið þess að þagga niður í þeim fréttamanni sem hve mest hefur haft málefni fyrirtækisins til umfjöllunar. Slíkt er alvarleg aðför að frjálsri fjölmiðlun og gróf atlaga að fréttamanni þar sem vegið er að starfsheiðri hans. Aukinheldur er auglýsingin liður í ófrægingarherferð Samherja gegn Helga Seljan og samstarfsfélögum hans þar sem því er margítrekað ranglega haldið fram að vinnubrögðum hafi verið ábótavant við gerð frétta um fyrirtækið og stjórnendur þess. Þá bendum við jafnframt á siðareglur SÍA um auglýsingagerð og markaðsskilaboð. Í þeim segir í 12. grein: „Í auglýsingum má ekki hallmæla neinum einstaklingi eða hópi einstaklinga, fyrirtæki, [...] með það fyrir augum að kalla fram opinberlega fyrirlitningu eða hæðni.“ Birting auglýsingarinnar á mbl.is vekur ennfremur upp spurningar um stöðu blaðamanna sem starfa á mbl.is og hafa í sínum störfum ætíð í heiðri siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Í þeim segir meðal annars, í 1. grein, að „blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfélag, blað eða fréttastofu. Honum ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starfi blaðamanns eða skert hagsmuni stéttarinnar. Blaðamaður skal jafnan sýna drengskap í skiptum sínum við starfsfélaga.“ Markmið og inntak auglýsingarinnar setur blaðamenn mbl.is í óviðunandi stöðu því þeir þurfa að sitja undir því að efni sem þeir skrifa, jafnvel undir nafni, birtist samhliða auglýsingu Samherja. Stjórn Blaðamannafélag Íslands fer þess því á leit við stjórnendur Árvakurs að þeir taki tillit til þeirra sjónarmiða sem hér eru talin upp, komi sú staða upp aftur að auglýsandi óskar eftir birtingu auglýsingar þar sem vegið er að starfsheiðri fréttamanns eða fréttamanna. Ennfremur óskar félagið eftir því að fulltrúi fyrirtækisins mæti á umræðufund með félagsmönnum sem haldinn verður á fimmtudagskvöld í næstu viku, þar sem umræðuefnið er meðal annars siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu auglýsinga í íslenskum miðlum og ábyrgð fjölmiðla. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem mál tengd Samherja koma á borð stjórnar Blaðamannafélags Íslands. Félagið sendi frá sér ályktun síðasta sumar enda eru fjölmiðlar hryggjarstykkið í lýðræðislegri umræðu og þegar að þeim er vegið með órökstuddum dylgjum er vegið að tjáningarfrelsinu sjálfu og gerð tilraun til þess að grafa undan einu mikilvægasta hlutverki blaðamennskunnar, aðhaldshlutverkinu. Fyrir hönd stjórnar Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00 Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00
Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent