Laufey lofuð í Rolling Stone Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2021 10:36 Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir. Facebook/Laufeymusic Fjallað er um fyrstu EP-plötuna sem tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sendi frá sér á dögunum í bandaríska stórtímaritinu Rolling Stone. Fram kemur í umfjöllun Rolling Stone að mörg laganna á plötu Laufeyjar hafi hún samið á heimavistinni í Berklee-tónlistarskólanum í Boston, þar sem Laufey stundaði nám. Laufey er 22 ára gömul og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir tónlist sína. Hún bæði semur, syngur og leikur á selló en meðal þess sem er að finna á nýju plötunni er ábreiða af laginu I Wish You Love sem upphaflega var samið Charles Trenet og var tekið upp nokkrum sinnum í Frakklandi á fimmta áratugnum, áður en Albert Beach gerði enska útgáfu af laginu. Saga lagsins er rakin nánar í umfjöllun Rolling Stone en meðal þeirra sem hafa flutt sína eigin útgáfu af laginu eru Dean Martin, Chet Baker og Frank Sinatra svo örfá dæmi séu tekin. Ekki er annað hægt að segja en að flutningur Laufeyjar á laginu fái góða dóma hjá Rolling Stone. Flutningur Laufeyjar er sagður bæði ljúfur og lipur auk þess sem hún bæti við skemmtilegum klappandi aukatakti sem lyfti laginu enn frekar upp. Laufey hefur verið dugleg að notast við samfélagsmiðla til að miðla tónlist sinni eins og hún lýsir sjálf í samtali við From The Intercom nýverið. „Þetta er það sem er í uppáhaldi hjá mér varðandi samfélagsmiðla: Um leið og ég sem lag, og hugsa um útfærslu af þekktu djasslagi, þá deili ég því á TikTok, Instagram eða YouTube, og viðbrögðin sem ég fæ við því – þau segja mér hvort ég ætti að halda áfram með það og gera stúdíó-útgáfu og gefa það út,“ sagði Laufey. Útgáfu Laufeyjar á laginu I Wish You Love má heyra í spilaranum hér að neðan. Tónlist Íslendingar erlendis Laufey Lín Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira
Laufey er 22 ára gömul og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir tónlist sína. Hún bæði semur, syngur og leikur á selló en meðal þess sem er að finna á nýju plötunni er ábreiða af laginu I Wish You Love sem upphaflega var samið Charles Trenet og var tekið upp nokkrum sinnum í Frakklandi á fimmta áratugnum, áður en Albert Beach gerði enska útgáfu af laginu. Saga lagsins er rakin nánar í umfjöllun Rolling Stone en meðal þeirra sem hafa flutt sína eigin útgáfu af laginu eru Dean Martin, Chet Baker og Frank Sinatra svo örfá dæmi séu tekin. Ekki er annað hægt að segja en að flutningur Laufeyjar á laginu fái góða dóma hjá Rolling Stone. Flutningur Laufeyjar er sagður bæði ljúfur og lipur auk þess sem hún bæti við skemmtilegum klappandi aukatakti sem lyfti laginu enn frekar upp. Laufey hefur verið dugleg að notast við samfélagsmiðla til að miðla tónlist sinni eins og hún lýsir sjálf í samtali við From The Intercom nýverið. „Þetta er það sem er í uppáhaldi hjá mér varðandi samfélagsmiðla: Um leið og ég sem lag, og hugsa um útfærslu af þekktu djasslagi, þá deili ég því á TikTok, Instagram eða YouTube, og viðbrögðin sem ég fæ við því – þau segja mér hvort ég ætti að halda áfram með það og gera stúdíó-útgáfu og gefa það út,“ sagði Laufey. Útgáfu Laufeyjar á laginu I Wish You Love má heyra í spilaranum hér að neðan.
Tónlist Íslendingar erlendis Laufey Lín Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira