Laufey lofuð í Rolling Stone Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2021 10:36 Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir. Facebook/Laufeymusic Fjallað er um fyrstu EP-plötuna sem tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sendi frá sér á dögunum í bandaríska stórtímaritinu Rolling Stone. Fram kemur í umfjöllun Rolling Stone að mörg laganna á plötu Laufeyjar hafi hún samið á heimavistinni í Berklee-tónlistarskólanum í Boston, þar sem Laufey stundaði nám. Laufey er 22 ára gömul og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir tónlist sína. Hún bæði semur, syngur og leikur á selló en meðal þess sem er að finna á nýju plötunni er ábreiða af laginu I Wish You Love sem upphaflega var samið Charles Trenet og var tekið upp nokkrum sinnum í Frakklandi á fimmta áratugnum, áður en Albert Beach gerði enska útgáfu af laginu. Saga lagsins er rakin nánar í umfjöllun Rolling Stone en meðal þeirra sem hafa flutt sína eigin útgáfu af laginu eru Dean Martin, Chet Baker og Frank Sinatra svo örfá dæmi séu tekin. Ekki er annað hægt að segja en að flutningur Laufeyjar á laginu fái góða dóma hjá Rolling Stone. Flutningur Laufeyjar er sagður bæði ljúfur og lipur auk þess sem hún bæti við skemmtilegum klappandi aukatakti sem lyfti laginu enn frekar upp. Laufey hefur verið dugleg að notast við samfélagsmiðla til að miðla tónlist sinni eins og hún lýsir sjálf í samtali við From The Intercom nýverið. „Þetta er það sem er í uppáhaldi hjá mér varðandi samfélagsmiðla: Um leið og ég sem lag, og hugsa um útfærslu af þekktu djasslagi, þá deili ég því á TikTok, Instagram eða YouTube, og viðbrögðin sem ég fæ við því – þau segja mér hvort ég ætti að halda áfram með það og gera stúdíó-útgáfu og gefa það út,“ sagði Laufey. Útgáfu Laufeyjar á laginu I Wish You Love má heyra í spilaranum hér að neðan. Tónlist Íslendingar erlendis Laufey Lín Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Laufey er 22 ára gömul og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir tónlist sína. Hún bæði semur, syngur og leikur á selló en meðal þess sem er að finna á nýju plötunni er ábreiða af laginu I Wish You Love sem upphaflega var samið Charles Trenet og var tekið upp nokkrum sinnum í Frakklandi á fimmta áratugnum, áður en Albert Beach gerði enska útgáfu af laginu. Saga lagsins er rakin nánar í umfjöllun Rolling Stone en meðal þeirra sem hafa flutt sína eigin útgáfu af laginu eru Dean Martin, Chet Baker og Frank Sinatra svo örfá dæmi séu tekin. Ekki er annað hægt að segja en að flutningur Laufeyjar á laginu fái góða dóma hjá Rolling Stone. Flutningur Laufeyjar er sagður bæði ljúfur og lipur auk þess sem hún bæti við skemmtilegum klappandi aukatakti sem lyfti laginu enn frekar upp. Laufey hefur verið dugleg að notast við samfélagsmiðla til að miðla tónlist sinni eins og hún lýsir sjálf í samtali við From The Intercom nýverið. „Þetta er það sem er í uppáhaldi hjá mér varðandi samfélagsmiðla: Um leið og ég sem lag, og hugsa um útfærslu af þekktu djasslagi, þá deili ég því á TikTok, Instagram eða YouTube, og viðbrögðin sem ég fæ við því – þau segja mér hvort ég ætti að halda áfram með það og gera stúdíó-útgáfu og gefa það út,“ sagði Laufey. Útgáfu Laufeyjar á laginu I Wish You Love má heyra í spilaranum hér að neðan.
Tónlist Íslendingar erlendis Laufey Lín Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira