Innlent

Innkalla kjúklingabaunir vegna skordýra

Hólmfríður Gísladóttir skrifar

Matvælastofnun hefur varað neytendur við neyslu á einni lotu af Sólgæti kjúklingabaunum frá Heilsu ehf. en skordýr hafa fundist í vörunni.

Það er Heilsa ehf., sem flytur inn vöruna, sem innkallar hana í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Lotan sem um ræðir er með best fyrir dagsetninguna 31.07.2021 og strikamerkisnúmerið 5024425282945. Varan hefur fengist í Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup, Melabúðinni, Nettó, verslunum Samkaupa og Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga.

„Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga/skila. Nánari upplýsingar veitir Heilsa ehf. í síma 533 3232 en einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið heilsa@heilsa.is,“ segir í tilkynningu á vef MAST.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.