Innlent

Lögregla sviðsetur morðið í Rauðagerði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Báðum endum götunnar hefur verið lokað. 
Báðum endum götunnar hefur verið lokað.  Vísir/Sunna

Töluverður fjöldi lögreglumanna er við störf í Rauðagerði í tengslum við morðið sem þar var framið í febrúar. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir að um sé að ræða vettvangsvinnu í tengslum við rannsókn málsins.

Götunni hefur verið lokað frá báðum endum og er fólki meinað að aka inn götuna á meðan vinna stendur yfir. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að sviðsetja morðið en líkt og fram hefur komið var um skotárás að ræða.

Frá svæðinu.Vísir/Arnar

Einn karlmaður hefur játað sök í málinu.

Morðvopnið var skammbyssa með hljóðdeyfi sem fannst í sjó skammt frá höfuðborgarsvæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×