Lífið

Glæsilegt fjörutíu fermetra einbýlishús í ástralskri sveit

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega smekkleg hönnun.
Virkilega smekkleg hönnun.

Steph Gordon og eiginmaður hennar reistu fallegt fjörutíu fermetra einbýlishús út í sveit í Mudgee í Ástralíu.

Húsið er í rúmlega þriggja klukkustunda akstri frá Sydney.

Hönnun hússins er fallegt og er til að mynda þakið í þrjátíu gráðu halla og þakið sólarplötum svo húsið er í raun sjálfbært.

Hjónin leigja húsið út á síðunni Airbnb og er það nokkuð vinsæll áfangastaður.

Hér að neðan má sjá innslag um eignina á YouTube-síðunni Never Too Small.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.