Lífið

Glenn Close stal senunni á Óskarnum þegar hún twerk-aði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Glenn Close fór á kostum á hátíðinni.
Glenn Close fór á kostum á hátíðinni.

Leikkonan farsæla Glenn Close var viðstödd Óskarsverðlaunahátíðina í Los Angeles í nótt. Close var tilnefnd sem besta leikkonan í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Hillbilly Elegy.

Hún vann aftur á móti ekki í þeim flokki og var það Youn Yuh-Jung sem fór með styttuna heim fyrir hlutverk sitt í Minari.

En margir halda því fram að Close hafi aftur á móti verið sigurvegari kvöldsins en þessi 74 ára leikkona stal algjörlega senunni þegar hún tverk-aði við lagið Da Butt sem kom út árið 1988 og var í kvikmyndinni School Daze sem Spike Lee leikstýrði og skrifaði handritið við á sínum tíma.

Atvikið hefur farið eins og eldur í sinu um netheima á síðustu klukkustundum og má sjá það hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.