Innlent

Kom heim og fann konu klædda í fötin sín

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Vilhelm

Lögregla var kölluð á vettvang um kvöldmatarleytið í gær þegar kona kom að heimili sínu og fann aðra konu þar fyrir, sem reyndist vera búin að klæða sig í föt húsráðanda. 

Náði eigandinn að koma óboðna gestinum út en tók svo eftir því að veski og fleira var horfið.

Málið er í rannsókn.

Stuttu seinna var tilkynnt um skemmdarverk í póstnúmerinu 105 en þar hafði verið stungið með eggvopni í hjólbarða þriggja bifreiða. Atvikið mun hafa átt sér stað um helgina, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Nokkrir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum og án ökuréttinda. Þá var 17 ára ökumaður stöðvaður á 111 km/klst á Reykjanesbraut og samband haft við forráðamann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×