Innlent

Gestir máttu ekki sitja fyrir utan veitinga­staðinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gestir á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu máttu ekki neyta veitinga á borði fyrir utan staðinn. 
Gestir á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu máttu ekki neyta veitinga á borði fyrir utan staðinn.  Vísir/Vilhelm

Eftirlit var haft með veitingastöðum í Reykjavík í gærkvöldi af lögreglu og skrifaði lögregla eina skýrslu vegna brots á sóttvarnalögum. Fram kemur í dagbók lögreglu að á veitingastaðnum hafi gestir setið við borð fyrir utan veitingahúsið og hafi þeir neytt áfengis á staðnum sem veitingastaðurinn hafði ekki leyfi fyrir.

Þá áminnti lögregla annan veitingastað þar sem einn dyravörður á staðnum var ekki meðvitaður um það að þjóna þyrfti gestum til borðs.

Eldur kom upp í bifreið á tíunda tímanum í Árbæ í gærkvöldi og var slökkvilið kallað út. Bifreiðin er að sögn mikið skemmd. Þá varð eitt umferðaróhapp á Suðurlandsvegi rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Er ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur og notkun farsíma við akstur. Ökumaður var lítið slasaður en var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar.

Kona var handtekin í miðbæ Reykjavíkur rétt eftir klukkan tvö í nótt vegna gruns um innbrot og að hafa ítrekað ekki farið að fyrirmælum lögregla. Var hún vistuð í fangageymslu lögreglu vegna ölvunar.

Sex voru stöðvaðir á bifreiðum vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna eða að keyra próflausir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×