Telja 1. júní ekki raunhæfa dagsetningu Snorri Másson skrifar 22. apríl 2021 19:21 Nú hafa meira en 58 þúsund manns fengið fyrsta skammt bólusetningarinnar gegn Covid-19. Vísir/Vilhelm Dagsetningin 1. júní varð samkvæmt vísindamönnum ranglega að viðmiði um betri tíma í huga margra eftir að ríkisstjórnin sýndi glæru á blaðamannafundi í vikunni, þar sem á stóð að öllum takmörkunum yrði aflétt innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna hefði verið „varinn“ með fyrri skammt af bóluefni. 67% Íslendinga yfir 16 ára eiga að vera komin með fyrsta skammt af bóluefni 1. júní, en það þýðir þó ekki að allir þeirra verði komnir með vörn. Þess vegna er 1. júní ekki raunhæf dagsetning að mati tveggja vísindamanna, sem benda á að vörn fáist ekki eftir bóluefnasprautu fyrr en að liðnum að minnsta kosti tveimur til þremur vikum. Þegar glærusýningin var samin virðist ríkisstjórnin hafa haft þessi 2-3 vikna tímamörk í huga, enda stendur þar að afléttingarnar komi til þegar búið er að „verja“ stærstan hluta fullorðinna með bóluefni, en ekki bara bólusetja. Orðalagið hefur þó ekki skilað sér betur en svo að Sjálfstæðisflokkurinn, einn þriggja ríkisstjórnarflokkanna, dreifir nú skilaboðum á Facebook, þar sem sagt er fullum fetum: „Öllum takmörkunum verður aflétt þegar stærsti hluti fullorðinna hefur fengið fyrri skammt bóluefnis.“ Slíkar fullyrðingar eru ekki alls kostar í takt við glærusýningu heilbrigðisráðherra, sem er þó enn um sinn eina heimildin um tímasetningar meiri háttar afléttinga í sumar. Ef marka má Jóhönnu Jakobsdóttur, lektor í líftölfræði við HÍ, og Ingileif Jónsdóttur, prófessor við læknadeild, verður erfitt að standa við loforð um afléttingar á öllum takmörkunum um leið og tilsettur fjöldi hefur fengið fyrri sprautu. „Það tekur 2+ vikur að fá vörn (að hluta) eftir einn skammt af bóluefni. Áætlun stjórnvalda þarf því að hliðra um a.m.k. tvær vikur,“ skrifar Jóhanna Jakobsdóttir á Twitter. Hún telur jafnframt að vegna aldursdreifingar í bólusetningu náist hjarðónæmisþröskuldur ekki við 65% bólusetningu. Ingileif skrifar að full vernd fáist ekki eftir bólusetningu fyrr en eftir mun lengri tíma en 2-3 vikur. „Þess vegna þarf að bíða helst mánuði lengur með opnun landamæranna en stjórnvöld gera ráð fyrir,“ skrifar Ingileif, en vægari ráðstafanir gagnvart ákveðnum löndum eiga að taka gildi á landamærunum 1. júní. Ingileif bendir á að jafnan veiti einn bóluefnaskammtur aðeins vernd upp á um 60-70% og það yfirleitt ekki fyrr en að liðnum nokkrum vikum. Pifzer veitti þannig 61% vernd fjórum vikum eftir fyrsta skammt samkvæmt rannsókn í Bretlandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. 20. apríl 2021 20:21 Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
67% Íslendinga yfir 16 ára eiga að vera komin með fyrsta skammt af bóluefni 1. júní, en það þýðir þó ekki að allir þeirra verði komnir með vörn. Þess vegna er 1. júní ekki raunhæf dagsetning að mati tveggja vísindamanna, sem benda á að vörn fáist ekki eftir bóluefnasprautu fyrr en að liðnum að minnsta kosti tveimur til þremur vikum. Þegar glærusýningin var samin virðist ríkisstjórnin hafa haft þessi 2-3 vikna tímamörk í huga, enda stendur þar að afléttingarnar komi til þegar búið er að „verja“ stærstan hluta fullorðinna með bóluefni, en ekki bara bólusetja. Orðalagið hefur þó ekki skilað sér betur en svo að Sjálfstæðisflokkurinn, einn þriggja ríkisstjórnarflokkanna, dreifir nú skilaboðum á Facebook, þar sem sagt er fullum fetum: „Öllum takmörkunum verður aflétt þegar stærsti hluti fullorðinna hefur fengið fyrri skammt bóluefnis.“ Slíkar fullyrðingar eru ekki alls kostar í takt við glærusýningu heilbrigðisráðherra, sem er þó enn um sinn eina heimildin um tímasetningar meiri háttar afléttinga í sumar. Ef marka má Jóhönnu Jakobsdóttur, lektor í líftölfræði við HÍ, og Ingileif Jónsdóttur, prófessor við læknadeild, verður erfitt að standa við loforð um afléttingar á öllum takmörkunum um leið og tilsettur fjöldi hefur fengið fyrri sprautu. „Það tekur 2+ vikur að fá vörn (að hluta) eftir einn skammt af bóluefni. Áætlun stjórnvalda þarf því að hliðra um a.m.k. tvær vikur,“ skrifar Jóhanna Jakobsdóttir á Twitter. Hún telur jafnframt að vegna aldursdreifingar í bólusetningu náist hjarðónæmisþröskuldur ekki við 65% bólusetningu. Ingileif skrifar að full vernd fáist ekki eftir bólusetningu fyrr en eftir mun lengri tíma en 2-3 vikur. „Þess vegna þarf að bíða helst mánuði lengur með opnun landamæranna en stjórnvöld gera ráð fyrir,“ skrifar Ingileif, en vægari ráðstafanir gagnvart ákveðnum löndum eiga að taka gildi á landamærunum 1. júní. Ingileif bendir á að jafnan veiti einn bóluefnaskammtur aðeins vernd upp á um 60-70% og það yfirleitt ekki fyrr en að liðnum nokkrum vikum. Pifzer veitti þannig 61% vernd fjórum vikum eftir fyrsta skammt samkvæmt rannsókn í Bretlandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. 20. apríl 2021 20:21 Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. 20. apríl 2021 20:21
Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20