750 sumarstörf í viðbót fyrir 17 og 18 ára í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2021 12:36 Flestir vonast eftir sól og sumaryl í Reykavík í sumar eins og annars staðar á landinu. Vísir/Vilhelm Borgarráð hefur samþykkt að fjölga þeim einstaklingum um 750 sem fá sumarstörf hjá borginni. Þetta er gert til að koma sérstaklega til móts við sautján og átján ára ungmenni. Með þessum breytingum verða yfir 1700 sumarstörf í boði hjá borginni í sumar. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. Fimm hundruð ný sumarstörf verða í boði fyrir námsmenn 18 ára og eldri og ráðningartímabilið hjá hverjum og einum verður allt að tíu vikur. Áætlaður heildarkostnaður Reykjavíkurborgar þegar búið er að reikna mótframlag frá ríki verður 131 milljón króna Þetta er sambærileg aðgerð og ráðist var í síðasta sumar. Unnið er að undirbúningi starfanna í samvinnu við Vinnumálastofnun og verður tilkynnt þegar störfin verða auglýst á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Sumarstörf fyrir 17 ára einstaklinga verða 250 og ráðningartímabilið hjá hverjum og einum verður sex vikur. Kostnaður vegna starfanna verður 147 milljónir króna. Gripið er til þessara aðgerða því talið er að þessi aldurshópur, sem enn telst til barna samkvæmt lögum, muni eiga erfitt með að finna sumarstörf vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Reykjavíkurborg hefur nú þegar auglýst sumarstörf og áætlað er að ráða 994 einstaklinga í þau. Þar af eru 115 sem munu starfa hjá íþróttafélögum og æskulýðssamtökum í samvinnu við íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar. Með fjölgun sumarstarfa um 750 nær borgin til fleiri ungmenna sem bæði munu starfa við hefðbundin sumarstörf en einnig verða í boði óhefðbundin og skapandi átaksstörf. Samanlagður kostnaður vegna aukningu á stöðugildum fyrir ungmenni í sumar verður 278 milljónir króna. Reykjavíkurborg auglýsti fjölbreytt sumarstörf og sumarafleysingar í febrúar og eru ráðningar í gangi á starfsstöðvum borgarinnar. Þegar hafa borist 4066 umsóknir um sumarstörf hjá Reykjavíkurborg og enn er hægt að sækja um nokkur störf. Fjölgun sumarstarfa nú eru hluti af viðspyrnuaðgerðum Reykjavíkurborgar vegna COVID-19 en borgin hefur ráðist í markvissar vinnumarkaðsaðgerðir vegna ástandsins. Að sögn Auðar Björgvinsdóttur, skrifstofustjóra á Skrifstofa ráðninga og mönnunar, var almenn ánægja með sambærilegar aðgerðir hjá starfsstöðum Reykjavíkurborgar síðasta sumar. Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fimm hundruð ný sumarstörf verða í boði fyrir námsmenn 18 ára og eldri og ráðningartímabilið hjá hverjum og einum verður allt að tíu vikur. Áætlaður heildarkostnaður Reykjavíkurborgar þegar búið er að reikna mótframlag frá ríki verður 131 milljón króna Þetta er sambærileg aðgerð og ráðist var í síðasta sumar. Unnið er að undirbúningi starfanna í samvinnu við Vinnumálastofnun og verður tilkynnt þegar störfin verða auglýst á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Sumarstörf fyrir 17 ára einstaklinga verða 250 og ráðningartímabilið hjá hverjum og einum verður sex vikur. Kostnaður vegna starfanna verður 147 milljónir króna. Gripið er til þessara aðgerða því talið er að þessi aldurshópur, sem enn telst til barna samkvæmt lögum, muni eiga erfitt með að finna sumarstörf vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Reykjavíkurborg hefur nú þegar auglýst sumarstörf og áætlað er að ráða 994 einstaklinga í þau. Þar af eru 115 sem munu starfa hjá íþróttafélögum og æskulýðssamtökum í samvinnu við íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar. Með fjölgun sumarstarfa um 750 nær borgin til fleiri ungmenna sem bæði munu starfa við hefðbundin sumarstörf en einnig verða í boði óhefðbundin og skapandi átaksstörf. Samanlagður kostnaður vegna aukningu á stöðugildum fyrir ungmenni í sumar verður 278 milljónir króna. Reykjavíkurborg auglýsti fjölbreytt sumarstörf og sumarafleysingar í febrúar og eru ráðningar í gangi á starfsstöðvum borgarinnar. Þegar hafa borist 4066 umsóknir um sumarstörf hjá Reykjavíkurborg og enn er hægt að sækja um nokkur störf. Fjölgun sumarstarfa nú eru hluti af viðspyrnuaðgerðum Reykjavíkurborgar vegna COVID-19 en borgin hefur ráðist í markvissar vinnumarkaðsaðgerðir vegna ástandsins. Að sögn Auðar Björgvinsdóttur, skrifstofustjóra á Skrifstofa ráðninga og mönnunar, var almenn ánægja með sambærilegar aðgerðir hjá starfsstöðum Reykjavíkurborgar síðasta sumar.
Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira