Lífið

„Mitt stærsta hlutverk til þessa“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ebba Guðný Guðmundsdóttir hefur áhuga á því að leika meira. 
Ebba Guðný Guðmundsdóttir hefur áhuga á því að leika meira.  Vísir/vilhelm

Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni.

Ebba Guðný er gestur vikunnar í Einkalífinu en undanfarið hefur hún verið að birtast á skjánum sem leikkona.

„Það er eitthvað sem ég elska. Ég lék í Ráðherranum sem svona þáttastjórnandi. Svo var ég í Eurogarðinum í sumar og Venjulegu fólki. Smá í Verbúð. Svo var ég að leika í kvikmynd núna í haust sem heitir Sumarljós og svo kemur nóttin sem er handrit byggt á skáldsögu Jóns Kalmans. Þar leik ég á móti Sveini Ólafi Gunnarssyni sem lék í Pabbahelgum. Ég leik konuna hans og þetta var gott hlutverk og mitt stærsta hlutverk til þessa. Ég naut þess alveg í botn og örugglega verið frekar skondin á setti,“ segir Ebba sem hefur mikinn áhuga á því að fá að leika meira.

„Ég var alltaf svo glöð og þetta var svo ofsalega skemmtilegt. Ég ætlaði alltaf að verða leikkona og þetta hefur alltaf verið hluti af mér. Svo er lífið eins og það er og fer með mann í einhverja leið og ég er mjög ánægð með mína leið.“

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni en umræðan um leiklistina hefst þegar tíu mínútur eru liðnar af þættinum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.