Innlent

Fimm fluttir á sjúkrahús eftir harða aftanákeyrslu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fimm voru flutt á sjúkrahús.
Fimm voru flutt á sjúkrahús. Vísir/vilhelm

Fimm voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík eftir harða aftanákeyrslu á Vesturlandsvegi við Esjuberg um klukkan tvö í dag. Ekki urðu alvarleg slys á fólki.

Mbl greindi fyrst frá árekstrinum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru þrír sjúkrabílar sendir á vettvang, auk dælubíls. Þá var lið frá Kjalarnesi einnig sent á staðinn.

Þegar komið var á slysstað reyndust allir sem áttu hlut að máli, alls fimm manns, uppistandandi og með meðvitund en voru fluttir á slysadeild í Reykjavík til skoðunar. 

Báðir bílarnir reyndust óökufærir, enda aftanákeyrslan hörð að sögn slökkviliðs, og þeir dregnir af vettvangi. Ekki er vitað um aðdraganda árekstursins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×