Innlent

Tilkynning um eld sem reyndist vera rómantísk kvöldstund

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Slökkviliðinu tókst að trufla rómantíska stund íbúa í fjölbýlishúsi.
Slökkviliðinu tókst að trufla rómantíska stund íbúa í fjölbýlishúsi. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið á vakt á öllum fjórum stöðvum Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang þegar tilkynnt var um eld í fjölbýlishúsi í nótt. Nágranni hafði orðið var við eldbjarma í íbúð og ekki þótti duga minna til en að senda allt tiltækt slökkvilið á staðinn.

Þegar búið var að finna réttu íbúðina kom hins vegar á daginn að ekki var um eld að ræða heldur var í gangi myndband af arineld á YouTube í 75 tommu sjónvarpi. „Þar náðum við að eyðileggja það sem var byrjunin á rómantískri stund hjá þessum íbúum,“ segir í færslu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu á Facebook.

Alls voru 79 útköll á sjúkrabíla síðastliðinn sólarhring, þar af 24 forgangsflutningar og tólf covid-19 verkefni. Einungis tvö útköll voru á dælubíla og var annað þeirra ofangreint tilfelli þar sem sökudólgurinn reyndist vera saklaust myndband af arineld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×