Innlent

22 börn auk starfsfólks leikskólans Jörfa í sóttkví

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
22 börn eru á deildinni.
22 börn eru á deildinni. Vísir/Vilhelm

22 börn og allri starfsmenn á einni deild leikskólans Jörfa í Reykjavík eru í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp hjá starfsmanni á leikskólanum. Smitið greindist í gær og er óvíst hvort leikskólinn getur verið opinn að sögn Bergljótar Jóhannsdóttur, leikskólastjóra á Jörfa.

Rúv greindi fyrst frá. Starfsmaðurinn fór veikur heim á fimmtudaginn og ku vera mjög veikur. Ekki liggur fyrir hvernig viðkomandi smitaðist en annað starfsfólk leikskólans, einkum þeir sem eru með einkenni, fara í skimun.

Líkt og áður segir eru öll börn og um fimmtán starfsmenn á deildinni Hlíð á Jörfa komin í sóttkví. Unnið er að því að koma upplýsingum til foreldra og starfsfólks og smitrakning stendur yfir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×