Innlent

Guð­mundur Ingi leiðir VG í Kraganum

Sylvía Hall skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverifs- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverifs- og auðlindaráðherra. Vísir/Vilhelm

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mun leiða lista Vinstri grænna í Suðurvesturkjördæmi. Rafrænu forvali flokksins lauk nú síðdegis og varð Guðmundur Ingi þar hlutskarpastur með 483 atkvæði, en hann hefur verið utanþingsráðherra frá stjórnarmyndun.

Næstur kom Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður, sem einnig sóttist eftir oddvitasæti, með 361 atkvæði. Una Hildardóttir skipar svo þriðja sæti listans en hún sóttist eftir 1.-3. sæti og hlaut 482 atkvæði.

Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og fyrrverandi ráðherra er í fjórða sæti listans og Þóra Elfa Björnsson í því fimmta.

Forvalið hófst á fimmtudag og voru níu manns í framboði. 1.699 voru á kjörskrá og 844 greiddu atkvæði í forvalinu, eða um fimmtíu prósent. Kjörstjórn mun svo leggja fram lista með 22 frambjóðendum fyrir kjördæmisþing til samþykktar í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar.

Hér að neðan má sjá niðurstöðu forvalsins:

  1. Guð­mundur Ingi Guð­brands­son með 483 atkvæði í 1. sæti
  2. Ólafur Þór Gunn­ars­son með 361 atkvæði í 1.-2. sætið
  3. Una Hild­ar­dóttir með 482 atkvæði í 1.-3. sæti
  4. Kol­brún Hall­dórs­dóttir með 435 atkvæði í 1.-4. sæti
  5. Þóra Elfa Björns­son með 421 atkvæði í 1.-5. sæti


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×