RAX Augnablik: Fundu hágrátandi ungbarn afskiptalaust í fimbulkulda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. apríl 2021 07:47 Ragnar Axelselsson kynntist veiðimanninum Litla Bent á Grænlandi. RAX „Lífið á Grænlandi er mjög ólíkt því sem við eigum að venjast, en það er samt mjög sjarmerandi og heillandi líf þó að það sé erfitt.“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik rifjar Ragnar Axelsson ljósmyndari upp ferð út á hafísinn árið 1995. Með honum var grænlenski veiðimaðurinn Hjelmer og notuðu þeir hundasleða til að komast leiðar sinnar. Þeir komu við í litlu þorpi og enduðu á að stoppa þar lengur en þeir ætluðu sér. „Við lögðum svolítið seint af stað, það var fimbulkuldi alveg 25 eða 30 stiga frost.“ Enginn í standi til að hugsa um barnið Þegar þeir fóru fram hjá húsi í þorpinu áður en þeir lögðu af stað út á ísinn þá heyrðu þeir sáran barnsgrátur. „Við stoppum við Hjelmer það gerist ekki neitt og það heldur áfram að gráta og við bönkum á húsið en það kemur enginn til dyra. Við förum inn og þar er pínulítið barn í vöggu, hágrátandi, og foreldrarnir og afinn og amman voru ekki í standi til þess að hugsa um barnið.“ Fólkið sem átti að vera að hugsa um þetta litla barn hafði „fengið sér of mikið í tána,“ eins og RAX orðar það. „Við frestum því að fara út og erum bara að rugga litlu barni alla nóttina.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í þættinum Litli Bent og lífið í Kap Hope, hér fyrir neðan. Þar segir hann frá ferðinni út á ísinn og veiðimanninum Litla Bent sem hann kynntist fyrst í þessum leiðangri. Klippa: RAX Augnablik - Litli Bent og lífið í Kap Hope Ragnar Axelsson hefur áður sagt frá Grænlandsævintýrum í þáttunum RAX Augnablik. Í þættinum Í krumlum hafíssins er sagt frá annarri ævintýraferð vinanna RAX og Hjelmer. Í þættinum Á borgarísjaka sagði hann söguna á bak við við stórkostlegar myndir sem hann tók af tveimur mönnum á ísjaka við Grænland. Hann viðurkennir að uppátækið sé ekki til eftirbreytni en myndirnar eru í persónulegu uppáhaldi hjá honum. Árið 1997 ferðaðist RAX um Austurströnd Grænlands og myndaði þar náttúruna, dýrin og mannlífið. Á Grænlandi myndaði hann meðal annars Hale-Bopp halastjörnuna frægu. RAX var svo að mynda í litlu þorpi ásamt vini sínum þegar þeir komust í hann krappan um miðja nótt. Hann sagði frá því ævintýri í þættinum Af draugum og halastjörnum. Ljósmyndarinn heimsótti Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist hann með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti, meðal annars manninum sem kallaður var kóngurinn í Thule. Hann viðurkennir að hafa verið hræddur að mynda hann í byrjun. Í þættinum Ole og Querndu segir RAX frá einstaka sambandinu sem myndast á milli veiðimanna og veiðihunda á Grænlandi. Hjartnæm saga sem gefur innsýn inn í lífið þar. Grænland Ljósmyndun RAX Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik rifjar Ragnar Axelsson ljósmyndari upp ferð út á hafísinn árið 1995. Með honum var grænlenski veiðimaðurinn Hjelmer og notuðu þeir hundasleða til að komast leiðar sinnar. Þeir komu við í litlu þorpi og enduðu á að stoppa þar lengur en þeir ætluðu sér. „Við lögðum svolítið seint af stað, það var fimbulkuldi alveg 25 eða 30 stiga frost.“ Enginn í standi til að hugsa um barnið Þegar þeir fóru fram hjá húsi í þorpinu áður en þeir lögðu af stað út á ísinn þá heyrðu þeir sáran barnsgrátur. „Við stoppum við Hjelmer það gerist ekki neitt og það heldur áfram að gráta og við bönkum á húsið en það kemur enginn til dyra. Við förum inn og þar er pínulítið barn í vöggu, hágrátandi, og foreldrarnir og afinn og amman voru ekki í standi til þess að hugsa um barnið.“ Fólkið sem átti að vera að hugsa um þetta litla barn hafði „fengið sér of mikið í tána,“ eins og RAX orðar það. „Við frestum því að fara út og erum bara að rugga litlu barni alla nóttina.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í þættinum Litli Bent og lífið í Kap Hope, hér fyrir neðan. Þar segir hann frá ferðinni út á ísinn og veiðimanninum Litla Bent sem hann kynntist fyrst í þessum leiðangri. Klippa: RAX Augnablik - Litli Bent og lífið í Kap Hope Ragnar Axelsson hefur áður sagt frá Grænlandsævintýrum í þáttunum RAX Augnablik. Í þættinum Í krumlum hafíssins er sagt frá annarri ævintýraferð vinanna RAX og Hjelmer. Í þættinum Á borgarísjaka sagði hann söguna á bak við við stórkostlegar myndir sem hann tók af tveimur mönnum á ísjaka við Grænland. Hann viðurkennir að uppátækið sé ekki til eftirbreytni en myndirnar eru í persónulegu uppáhaldi hjá honum. Árið 1997 ferðaðist RAX um Austurströnd Grænlands og myndaði þar náttúruna, dýrin og mannlífið. Á Grænlandi myndaði hann meðal annars Hale-Bopp halastjörnuna frægu. RAX var svo að mynda í litlu þorpi ásamt vini sínum þegar þeir komust í hann krappan um miðja nótt. Hann sagði frá því ævintýri í þættinum Af draugum og halastjörnum. Ljósmyndarinn heimsótti Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist hann með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti, meðal annars manninum sem kallaður var kóngurinn í Thule. Hann viðurkennir að hafa verið hræddur að mynda hann í byrjun. Í þættinum Ole og Querndu segir RAX frá einstaka sambandinu sem myndast á milli veiðimanna og veiðihunda á Grænlandi. Hjartnæm saga sem gefur innsýn inn í lífið þar.
Grænland Ljósmyndun RAX Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira