Lífið

„Mér líður eins og ég hafi klárað maraþon“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jógvan og Friðrik Ómar kepptu í síðasta þætti af Blindum bakstri.
Jógvan og Friðrik Ómar kepptu í síðasta þætti af Blindum bakstri. Blindur bakstur

Draumaprinsar landsins, Jógvan og Friðrik Ómar mættu í baksturskeppninni Blindur bakstur á Stöð 2 um helgina.

Söngvararnir bökuðu þar Oreo súkkulaðibombu með rjómaostakremi og jarðaberjum. Eva Laufey leiðbeindi þeim áfram, þó að þeir hafi ekki alltaf viljað hlusta. 

Uppskriftina úr þættinum má finna HÉR!

„Endum við ekki bara á að panta pítsubotna fyrir Friðrik,“ sagði Jógvan stríðinn áður en kökurnar voru teknar út úr ofninum.

„Ég sé reyndar að einn botninn þinn er mjög skakkur,“ var Friðrik Ómar þá fljótur að svara.

Í brotinu hér fyrir neðan má sjá þegar þeir hrærðu í kökubotnana sína. Það gekk á ýmsu en kökurnar komust þó í ofninn að lokum.

„Mér líður eins og ég hafi klárað maraþon,“ viðurkenndi Friðrik Ómar þegar hann náði loksins að setja kökurnar af stað. Hann var þá gjörsamlega búinn á því.

Klippa: Blindur bakstur - Jógvan aðstoðar Friðrik Ómar í miðri keppni

Í þáttunum Blindur bakstur fá keppendur hvorki að vita hvað þau eiga að baka né hvað uppskriftin inniheldur, þau þurfa algjörlega að fylgja leiðbeiningum Evu í blindni. Í lokin eru kökurnar svo skoðaðar og bornar saman við köku Evu Laufeyjar, sem svo fær að velja hvor þáttakandi stóð sig betur í að baka í blindni. Þættirnir eru sýndir á laugardagskvöldum á Stöð 2.


Tengdar fréttir

Oreo bomban úr Blindum bakstri

Þeir Jógvan og Friðrik Ómar mættu í baksturskeppninni Blindur bakstur á Stöð 2 um helgina.

„Auðunn, hvað er að gerast?“

Það getur verið ákveðið listform að gera gott kökukrem og í síðasta þætti af Blindum bakstri prófuðu þeir Auðunn Blöndal og Hjálmar Örn að þeyta smjörkrem í fyrsta skipti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×