Innlent

Svan­dís til­kynnti til­slakanir sem taka gildi á fimmtu­dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun væntanlega ræða um breytingar á aðgerðum innanlands að loknum fundinum.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun væntanlega ræða um breytingar á aðgerðum innanlands að loknum fundinum. Vísir/Vilhelm

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er mætt á reglulegan þriðjudagsfund ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.

Þar hófst fundur klukkan 9:30. Reikna má með því að á dagskrá fundarins séu tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tilslakanir innanlands.

Þórólfur skilaði ráðherra enn einu minnisblaðinu í gær þar sem hann leggur til tilslakanir. Sú reglugerð sem nú er í gildi með tilliti til aðgerða innanlands rennur út á fimmtudaginn, 15. apríl.

Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu í spilaranum hér að neðan auk þess sem boðið verður upp á textalýsingu. Ekki verður hljóð á útsendingunni fyrr en Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kemur af fundinum.

Uppfært: Útsendingu er lokið en viðtalið við Svandísi má sjá neðar í fréttinni.

Helstu breytingar sem taka gildi fimmtudaginn 15. apríl.

  • Samkomubann miðast við tuttugu manns
  • Heimila sund og líkamsræktarstöðvar, mega taka við helmingi leyfilegs fjölda
  • Íþróttir eru heimilar að nýju fyrir alla
  • Sviðslistir, 50 á sviði, 100 í hólfum
  • Krár mega hafa opið til 21
  • Fjarlægðarreglur í skólum niður í einn metra

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.