Innlent

Eitt sótt­kvíar­hótel fullt og annað tekið í gagnið

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hótel Baron við Barónsstíg í Reykjavík.
Hótel Baron við Barónsstíg í Reykjavík. HELENA RAKEL

Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún er orðið fullt og er nú unnið að því að taka Hótel Baron við Barónsstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhótel.

„Við erum að opna Hótel Baron þessa stundina,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins.

Á hótelinu eru 120 herbergi.

„Við erum því vel sett með herbergi, að minnsta kosti það sem af er degi en svo sjáum við það á eftir hvernig framhaldið verður.“

Flugvél EasyJet frá London lenti á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Von er á sjö flugvélum til landsins í dag en óvíst er hve margir farþegar komi með vélunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.