Innlent

Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann að gos­stöðvum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þyrlan á vettvangi við gosstöðvarnar.
Þyrlan á vettvangi við gosstöðvarnar. Aðsend

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fyrr í kvöld miðaldra karlmann sem missti meðvitund eftir að hafa gengið að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann var kominn niður frá gosstöðvunum og var á bílastæðinu á svæðinu þegar hann féll niður.

Þyrlan var á sveimi í grennd við gosstöðvarnar og ekki liðu nema nokkrar mínútur þar til hún var mætt á staðinn. Þetta staðfestir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum í samtali við fréttastofu. Björgunarsveitir komu manninum til aðstoðar.

Maðurinn hafði fundið fyrir einhverri vanlíðan fyrr í dag áður en hann gekk að gosstöðvum að sögn Gunnars. Ekki liggur fyrir grunur um að um gaseitrun hafi verið að ræða. Hann hefur nú verið fluttur til Reykjavíkur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×