Þak í eigu bæjarins skapar mikinn vanda fyrir íbúa á Eiðistorgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 9. apríl 2021 21:00 Margrét Hermanns Auðardóttir, íbúi á Eiðistorgi, hefur ekki getað lagfært húsnæði sitt vegna glerþaksins yfir Eiðistorgi. Vísir Íbúi á Eiðistorgi hefur ekki getað lagfært húsnæði sitt vegna glerþaks yfir torginu í eigu Seltjarnarnesbæjar. Bærinn segist ekki hafa fengið ósk um kostnaðarþátttöku en húsfélag krafðist þess að bærinn færi í framkvæmdir á þakinu árið 2019. Miklar brotalamir eru á brunavörnum á Eiðistorgi, íbúar þar hafa ekki getað sinnt eðlilegu viðhaldi og íbúðir liggja undir skemmdum. Þak í eigu bæjarins skapar stærsta vandann. Fréttastofa óskaði eftir svörum við eftirfarandi spurningum og fékk þau eftir að hafa leitað til úrskurðarnefndar upplýsingamála. Stendur Seltjarnesbær við þá ákvörðun að taka ekki þátt í kostnaði svo hægt sé að ráðast í viðhald? „Það hefur engin ákvörðun verið tekin enda engin beiðni komið,“ segir í svari bæjarins. Hvers vegna er ekki búið að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi? „Ekki er hægt að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi á Eiðistorgið með ölum húsfélögum er tengjast torginu fyrr en búið er að stofna rekstrarfélag,“ segir í svari. Hvers vegna eru reyklúgur á þakinu í ólagi? „Reynt hefur verið að gera við núverandi reyklúgur. Nú liggur fyrir að það er ekki hægt þar sem ekki fást lengur varahlutir í þær. Verið er að leita úrlausna.“ Telur bærinn að aðrir en sveitarfélagið beri ábyrgð á þakinu? „Bærinn byggði þakið. Þak sem tengist við aðrar eignir á torginu,“ segir í svari bæjarins. Fréttastofa hefur gögn undir höndum þar sem farið er fram á við bæinn að lagfæra flóttaleiðir og lagfæra þak. Því var hafnað árið 2019. Íbúum á Eiðistorgi 13 til 15 hefur ekki tekist að sinna eðlilegu viðhaldi á húsnæði sínu síðustu ár vegna þess að verktökum tekst ekki að komast að framkvæmdunum vegna glerþaksins sem er í eigu bæjarins. „Í sólstofunni hjá mér er steyptur veggur, hann er hriplekur og það þarf að laga hann á svölunum hinumegin. Frá 2019 þá hefur ekki verið hægt að halda áfram torgmegin vegna þess að ekki hefur tekist að semja við bæinn um lausn á því hvernig koma eigi fyrir stillönsum fyrir ofan þakið á torginu,“ segir Margrét Hermanns Auðardóttir, íbúi á Eiðistorgi. „Þetta er auðvitað mjög sérstakt og manni verður hugsað til þess af hverju í ósköpunum sé ekki hægt að setjast niður með húseigendum og leysa þessi mál,“ segir Margrét. Seltjarnarnes Fasteignamarkaður Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir „Stórundarlegt“ að ekki hafi verið brugðist við Bæjarfulltrúi minnihlutans í Seltjarnarnesbæ telur stórundarlegt að bæjaryfirvöld hafi ekki enn brugðist við athugasemdum slökkviliðs vegna brunavarna á Eiðistorgi. Ólýðandi sé að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa. Bærinn segir brunamál á Eiðistorgi í vinnslu. 5. mars 2021 11:59 Brunavarnir á Eiðistorgi í lamasessi: Íbúar sagðir verða fyrir tjóni vegna sinnuleysis bæjaryfirvalda Miklar brotalamir eru á brunavörnum á Eiðistorgi. Flóttaleiðir íbúa á eftirhæðum eru ekki fyrir hendi. Þeir hafa ekki getað sinnt nauðsynlegu viðhaldi og eru íbúðir farnar að skemmast. Þak í eigu Seltjarnarnesbæjar skapar stærsta vandann. Sveitarfélagið hefur ekkert aðhafst. 4. mars 2021 21:01 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Miklar brotalamir eru á brunavörnum á Eiðistorgi, íbúar þar hafa ekki getað sinnt eðlilegu viðhaldi og íbúðir liggja undir skemmdum. Þak í eigu bæjarins skapar stærsta vandann. Fréttastofa óskaði eftir svörum við eftirfarandi spurningum og fékk þau eftir að hafa leitað til úrskurðarnefndar upplýsingamála. Stendur Seltjarnesbær við þá ákvörðun að taka ekki þátt í kostnaði svo hægt sé að ráðast í viðhald? „Það hefur engin ákvörðun verið tekin enda engin beiðni komið,“ segir í svari bæjarins. Hvers vegna er ekki búið að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi? „Ekki er hægt að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi á Eiðistorgið með ölum húsfélögum er tengjast torginu fyrr en búið er að stofna rekstrarfélag,“ segir í svari. Hvers vegna eru reyklúgur á þakinu í ólagi? „Reynt hefur verið að gera við núverandi reyklúgur. Nú liggur fyrir að það er ekki hægt þar sem ekki fást lengur varahlutir í þær. Verið er að leita úrlausna.“ Telur bærinn að aðrir en sveitarfélagið beri ábyrgð á þakinu? „Bærinn byggði þakið. Þak sem tengist við aðrar eignir á torginu,“ segir í svari bæjarins. Fréttastofa hefur gögn undir höndum þar sem farið er fram á við bæinn að lagfæra flóttaleiðir og lagfæra þak. Því var hafnað árið 2019. Íbúum á Eiðistorgi 13 til 15 hefur ekki tekist að sinna eðlilegu viðhaldi á húsnæði sínu síðustu ár vegna þess að verktökum tekst ekki að komast að framkvæmdunum vegna glerþaksins sem er í eigu bæjarins. „Í sólstofunni hjá mér er steyptur veggur, hann er hriplekur og það þarf að laga hann á svölunum hinumegin. Frá 2019 þá hefur ekki verið hægt að halda áfram torgmegin vegna þess að ekki hefur tekist að semja við bæinn um lausn á því hvernig koma eigi fyrir stillönsum fyrir ofan þakið á torginu,“ segir Margrét Hermanns Auðardóttir, íbúi á Eiðistorgi. „Þetta er auðvitað mjög sérstakt og manni verður hugsað til þess af hverju í ósköpunum sé ekki hægt að setjast niður með húseigendum og leysa þessi mál,“ segir Margrét.
Stendur Seltjarnesbær við þá ákvörðun að taka ekki þátt í kostnaði svo hægt sé að ráðast í viðhald? „Það hefur engin ákvörðun verið tekin enda engin beiðni komið,“ segir í svari bæjarins. Hvers vegna er ekki búið að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi? „Ekki er hægt að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi á Eiðistorgið með ölum húsfélögum er tengjast torginu fyrr en búið er að stofna rekstrarfélag,“ segir í svari. Hvers vegna eru reyklúgur á þakinu í ólagi? „Reynt hefur verið að gera við núverandi reyklúgur. Nú liggur fyrir að það er ekki hægt þar sem ekki fást lengur varahlutir í þær. Verið er að leita úrlausna.“ Telur bærinn að aðrir en sveitarfélagið beri ábyrgð á þakinu? „Bærinn byggði þakið. Þak sem tengist við aðrar eignir á torginu,“ segir í svari bæjarins.
Seltjarnarnes Fasteignamarkaður Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir „Stórundarlegt“ að ekki hafi verið brugðist við Bæjarfulltrúi minnihlutans í Seltjarnarnesbæ telur stórundarlegt að bæjaryfirvöld hafi ekki enn brugðist við athugasemdum slökkviliðs vegna brunavarna á Eiðistorgi. Ólýðandi sé að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa. Bærinn segir brunamál á Eiðistorgi í vinnslu. 5. mars 2021 11:59 Brunavarnir á Eiðistorgi í lamasessi: Íbúar sagðir verða fyrir tjóni vegna sinnuleysis bæjaryfirvalda Miklar brotalamir eru á brunavörnum á Eiðistorgi. Flóttaleiðir íbúa á eftirhæðum eru ekki fyrir hendi. Þeir hafa ekki getað sinnt nauðsynlegu viðhaldi og eru íbúðir farnar að skemmast. Þak í eigu Seltjarnarnesbæjar skapar stærsta vandann. Sveitarfélagið hefur ekkert aðhafst. 4. mars 2021 21:01 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
„Stórundarlegt“ að ekki hafi verið brugðist við Bæjarfulltrúi minnihlutans í Seltjarnarnesbæ telur stórundarlegt að bæjaryfirvöld hafi ekki enn brugðist við athugasemdum slökkviliðs vegna brunavarna á Eiðistorgi. Ólýðandi sé að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa. Bærinn segir brunamál á Eiðistorgi í vinnslu. 5. mars 2021 11:59
Brunavarnir á Eiðistorgi í lamasessi: Íbúar sagðir verða fyrir tjóni vegna sinnuleysis bæjaryfirvalda Miklar brotalamir eru á brunavörnum á Eiðistorgi. Flóttaleiðir íbúa á eftirhæðum eru ekki fyrir hendi. Þeir hafa ekki getað sinnt nauðsynlegu viðhaldi og eru íbúðir farnar að skemmast. Þak í eigu Seltjarnarnesbæjar skapar stærsta vandann. Sveitarfélagið hefur ekkert aðhafst. 4. mars 2021 21:01