Kafaði niður í loðnutorfu í Faxaflóa og kvikmyndaði Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2021 23:40 Erlendur Bogason kafari býr sig undir köfun á loðnumiðunum í Faxaflóa í síðasta mánuði. Strýtan, Hjalteyri Íslenskur kafari kvikmyndaði loðnutorfu í síðasta mánuði með því að kafa sjálfur niður í torfuna. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi áður verið gert í heiminum. Kafarinn lýsir þessu sem ævintýri. Í fréttum Stöðvar 2 rifjuðum við upp þegar við mynduðum loðnuveiðar í Faxaflóa um borð í Beiti NK í síðasta mánuði en þá var smábáturinn Inga P. frá Arnarstapa að sniglast í kringum veiðiskipin. Þar var Erlendur Bogason kafari á ferð í þeim tilgangi að mynda torfuna í sjónum. Hann byrjaði á því að slaka gopro myndavél í kaðli niður í torfuna. Efsti hluti torfunnar var aðeins á um sex metra dýpi en fyrir ofan sást fiskiskipið Álsey, sem fann torfuna. Síðan sendi Erlendur nýjan dróna niður í torfuna, sem hann var að nota í fyrsta sinn. Efsti hluti loðnutorfunnar var á um sex metra dýpi undir yfirborði sjávar.Erlendur Bogason „Mér vitandi hefur enginn myndað loðnutorfu. Ég veit um einn sem fór í nót og myndaði inni í nótinni. En að mynda loðnutorfu sem er bara á göngu til hrygningar veit ég ekki til að hafi verið myndað áður.“ Erlendur stóðst ekki mátið að kafa sjálfur niður í loðnutorfuna. Hann segir að þéttleiki henni hafi komið sér mest óvart en neðar var torfan svo þétt að þar var bara myrkur. „Áhugaverðast í mínum huga er magnið. Hvað erum við að tala um mikið magn á rúmmetra? Og líka það sem ég hugsaði þá eftirá: Hvernig fer hrygning fram og bara allur þessi ferill hjá loðnunni?“ Erlendur Bogason lýsti köfuninni í fréttum Stöðvar 2.Einar Árnason Hann segir menn vita allt of lítið um loðnuna, þótt hún sé ein helsta undirstaða fæðukeðjunnar í sjónum. „Þetta var bara ótrúleg lífsreynsla. Það sem situr eftir er að nú þarf bara að halda áfram og helst að byrja í haust eða í sumar, einhversstaðar fyrir norðan land. Síðan taka loðnugönguna á næsta ári og fylgja henni eftir, bara frá Norðurlandi og allan hringinn og klára þar sem hún endar með því að hrygna einhversstaðar fyrir vestan.“ Smábáturinn Inga P. SH-423 frá Arnarstapa á loðnumiðunum undan Snæfellsjökli, séð frá Beiti NK.Sigurjón Ólason Erlendur veit ekki til þess að neinn hafi áður kafað niður í loðnutorfu. En var hann ekkert hræddur? Var það ekki ógnvekjandi að vera innan um þennan massa? „Þetta var allt of mikið ævintýri til þess, maður upplifði það allt of mikið þannig að það kom aldrei nein hræðsla í huga, sko. Að lenda í einhverju sem maður hefur aldrei dreymt um að lenda í áður og búinn að reyna í fjölda ára að kafa með loðnu. Svo loksins heppnast þetta og þá er þetta bara ævintýri,“ segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri við Eyjafjörð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Um land allt Vísindi Snæfellsbær Hörgársveit Tengdar fréttir Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00 Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 rifjuðum við upp þegar við mynduðum loðnuveiðar í Faxaflóa um borð í Beiti NK í síðasta mánuði en þá var smábáturinn Inga P. frá Arnarstapa að sniglast í kringum veiðiskipin. Þar var Erlendur Bogason kafari á ferð í þeim tilgangi að mynda torfuna í sjónum. Hann byrjaði á því að slaka gopro myndavél í kaðli niður í torfuna. Efsti hluti torfunnar var aðeins á um sex metra dýpi en fyrir ofan sást fiskiskipið Álsey, sem fann torfuna. Síðan sendi Erlendur nýjan dróna niður í torfuna, sem hann var að nota í fyrsta sinn. Efsti hluti loðnutorfunnar var á um sex metra dýpi undir yfirborði sjávar.Erlendur Bogason „Mér vitandi hefur enginn myndað loðnutorfu. Ég veit um einn sem fór í nót og myndaði inni í nótinni. En að mynda loðnutorfu sem er bara á göngu til hrygningar veit ég ekki til að hafi verið myndað áður.“ Erlendur stóðst ekki mátið að kafa sjálfur niður í loðnutorfuna. Hann segir að þéttleiki henni hafi komið sér mest óvart en neðar var torfan svo þétt að þar var bara myrkur. „Áhugaverðast í mínum huga er magnið. Hvað erum við að tala um mikið magn á rúmmetra? Og líka það sem ég hugsaði þá eftirá: Hvernig fer hrygning fram og bara allur þessi ferill hjá loðnunni?“ Erlendur Bogason lýsti köfuninni í fréttum Stöðvar 2.Einar Árnason Hann segir menn vita allt of lítið um loðnuna, þótt hún sé ein helsta undirstaða fæðukeðjunnar í sjónum. „Þetta var bara ótrúleg lífsreynsla. Það sem situr eftir er að nú þarf bara að halda áfram og helst að byrja í haust eða í sumar, einhversstaðar fyrir norðan land. Síðan taka loðnugönguna á næsta ári og fylgja henni eftir, bara frá Norðurlandi og allan hringinn og klára þar sem hún endar með því að hrygna einhversstaðar fyrir vestan.“ Smábáturinn Inga P. SH-423 frá Arnarstapa á loðnumiðunum undan Snæfellsjökli, séð frá Beiti NK.Sigurjón Ólason Erlendur veit ekki til þess að neinn hafi áður kafað niður í loðnutorfu. En var hann ekkert hræddur? Var það ekki ógnvekjandi að vera innan um þennan massa? „Þetta var allt of mikið ævintýri til þess, maður upplifði það allt of mikið þannig að það kom aldrei nein hræðsla í huga, sko. Að lenda í einhverju sem maður hefur aldrei dreymt um að lenda í áður og búinn að reyna í fjölda ára að kafa með loðnu. Svo loksins heppnast þetta og þá er þetta bara ævintýri,“ segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri við Eyjafjörð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Um land allt Vísindi Snæfellsbær Hörgársveit Tengdar fréttir Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00 Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00
Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27
Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33
Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25