Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Ítarlega verður fjallað um nýja reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir á landamærunum en þar er að finna talsverðar breytingar á reglum um sóttkví sem munu gilda fyrir alla komufarþega. Við ræðum við heilbrigðisráðherra og sóttvarnalækni um málið.

Við ræðum þá við ferðamenn sem gerðu sér ferð að eldstöðvunum í dag þrátt fyrir nístingskulda. Nokkrir þeirra voru ferðamenn sem voru nýkomnir til landsins og áttu að vera í sóttkví. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði ræðir við okkur í beinni útsendingu um eldgosið á Reykjanesskaga og nýju sprungurnar sem hafa myndast á síðustu dögum. Hann sat fund vísindaráðs almannavarna í dag sem stóð óvenju lengi.

Við fjöllum þá um styttingu leiðarinnar á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Hún verður að veruleika með samningi um þverun Þorskafjarðar. Í kvöldfréttum segjum við líka frá íslenskum kafara sem kvikmyndaði loðnutorfu í síðasta mánuði með því að kafa sjálfur niður í torfuna. Uppátækið þykir einstakt. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18.30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.