Lífið

Mrs World handtekin eftir uppákomuna

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Atvik við krýningu Mrs Sri Lanka á sunnudag hefur nú leitt til handtöku Caroline Jurie sem ber titilinn Mrs World.
Atvik við krýningu Mrs Sri Lanka á sunnudag hefur nú leitt til handtöku Caroline Jurie sem ber titilinn Mrs World. Skjáskot

Lögreglan í Srí Lanka hefur handtekið Caroline Jurie, handhafa titilsins Mrs World, eftir atburð sem kom upp við krýningu Mrs Sri Lanka síðastliðinn sunnudag. Atvikið hefur vakið mikla athygli en keppninni var sjónvarpað á Srí Lanka.

Pushpika De Silva vann titilinn og var í kjölfarið krýnd af Caroline Jurie. Skömmu síðar tilkynnir Caroline Jurie að krýningin stæðist ekki reglur keppninnar og hrifsaði kórónuna frekar harkalega af De Silva og kom henni svo fyrir á höfði konunnar sem hreppt hafði annað sætið. BBC greinir frá. 

Ástæðan sagði hún var að De Silva væri fráskilin en keppnin sjálf hefur aðeins verið ætluð giftum konum.

Í færslu sem De Silva birti á Facebook segist hún hafa hlotið höfuðáverka eftir atvikið og hafi þurft að leita sér læknisaðstoðar í kjölfarið. Hún segist einnig ætla með málið lengra og að hún muni leita réttar síns. 

Eftir handtöku Caroline Jurie hefur Pushpika De Silva nú verið endurkrýnd titlinum Mrs Sri Lanka og segjast aðstandendur keppninnar vonast eftir opinberri afsökunarbeiðni frá Jurie. 

Réttarhöld í máli Caroline Jurie hefjast 19. apríl.

Sjá má myndband af atvikinu í spilaranum að neðan.

Klippa: Uppnám í Mrs World keppni á Srí Lanka

Tengdar fréttir

Hirti kórónuna af höfði ný­krýndrar fegurðar­­drottningar

Nýkrýndur sigurvegari stærstu fegurðarsamkeppni Srí Lanka hlaut sár á höfði eftir að fyrrverandi sigurvegari keppninnar hrifsaði kórónuna af höfði hinnar nýkrýndu fegurðardrottningar. Málið hefur vakið mikla athygli á Srí Lanka og víðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×