Innlent

Rýma gossvæðið vegna gasmengunar

Kjartan Kjartansson skrifar
Mikil gasmengun er nú á gossvæðinu.
Mikil gasmengun er nú á gossvæðinu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum rýmir nú gossvæðið í Geldingadölum og nágrenni vegna mikillar gasmengunar. Allir þeir sem eru á svæðinu eru beðnir um að yfirgefa það sem fyrst.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum voru um 300-400 manns á svæðinu nú í kvöld en nær allir séu komnir niður. Ákveðið var að rýma svæðið eftir að mengunargildi fóru yfir hættumörk. Enginn er þó sagður hafa verið í bráðri hættu vegna hennar.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.