Gosstöðvarnar verða opnaðar að nýju í fyrramálið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2021 15:12 Svona var staðan á gosstöðvunum í gærkvöldi. Sannkölluð sýning fyrir augað. Vísir/Vilhelm Bogi Adolfsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík segir útlitið á gosstöðvunum ágætt ef frá er talin gasmengun á svæðinu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir umferð fólks um svæðið í fyrramálið. Talsverð virkni var á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í nótt, bæði í Geldingadölum og einnig í nýju sprungunni í Meradölum sem myndaðist í gær. Björgunarsveitin Þorbjörn hafði komið sér upp búðum á þeim slóðum og höfðu snar handtök í gær. „Já, við rukum upp eftir og rifum það niður. Fórum með niður í hús, þrifum og græjuðum,“ segir Bogi en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hann reiknar ekki með því að aðrar búðir verði settar upp heldur verði þær frekar færanlegar, á fjórum hjólum. Útlitið sé ágætt á svæðinu. „Þetta lítur ágætlega út fyrir utan vissa gasmengun og annað. Það hefur verið tekin ákvörðun í dag að vera bara með vísindamenn hér inni á meðan við erum að ná áttum á því hvað þetta gerir.“ En ætli það verði hægt að opna fyrir umferð gangandi á morgun? „Það eru allar líkur á því en það er ekki okkar að ákveða heldur lögreglustjórans á Suðurnesjum,“ sagði Bogi í hádeginu. Á fjórða tímanum barst svo tilkynning frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum að opnað yrði að nýju klukkan sex í fyrramálið. Tilkynning frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum Opnað verður aftur fyrir umferð að gosstöðvunum kl. 6:00 í fyrramálið, miðvikudaginn 7. apríl. Lokað verður fyrir alla umferð að gosstöðvunum kl. 18:00 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæðunum kl. 22:00. Þeir sem hyggjast ætla að fara að gosstöðvunum eru hvattir til að klæða sig eftir veðri. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Önnur sprunga gæti opnast Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hættu á að fleiri sprungur opnist meðfram sprungunni sem opnaðist við Meradali í gær. 6. apríl 2021 12:09 Gosstöðvarnar tilkomumiklar að kvöldi til Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er staddur við gosstöðvarnar í Geldingadölum þar sem nýjar sprungur opnuðust fyrr í dag. Mikið hraun flæðir úr nýju sprungunum og þekur hraunið nær Meradali. 5. apríl 2021 21:40 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Talsverð virkni var á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í nótt, bæði í Geldingadölum og einnig í nýju sprungunni í Meradölum sem myndaðist í gær. Björgunarsveitin Þorbjörn hafði komið sér upp búðum á þeim slóðum og höfðu snar handtök í gær. „Já, við rukum upp eftir og rifum það niður. Fórum með niður í hús, þrifum og græjuðum,“ segir Bogi en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hann reiknar ekki með því að aðrar búðir verði settar upp heldur verði þær frekar færanlegar, á fjórum hjólum. Útlitið sé ágætt á svæðinu. „Þetta lítur ágætlega út fyrir utan vissa gasmengun og annað. Það hefur verið tekin ákvörðun í dag að vera bara með vísindamenn hér inni á meðan við erum að ná áttum á því hvað þetta gerir.“ En ætli það verði hægt að opna fyrir umferð gangandi á morgun? „Það eru allar líkur á því en það er ekki okkar að ákveða heldur lögreglustjórans á Suðurnesjum,“ sagði Bogi í hádeginu. Á fjórða tímanum barst svo tilkynning frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum að opnað yrði að nýju klukkan sex í fyrramálið. Tilkynning frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum Opnað verður aftur fyrir umferð að gosstöðvunum kl. 6:00 í fyrramálið, miðvikudaginn 7. apríl. Lokað verður fyrir alla umferð að gosstöðvunum kl. 18:00 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæðunum kl. 22:00. Þeir sem hyggjast ætla að fara að gosstöðvunum eru hvattir til að klæða sig eftir veðri.
Tilkynning frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum Opnað verður aftur fyrir umferð að gosstöðvunum kl. 6:00 í fyrramálið, miðvikudaginn 7. apríl. Lokað verður fyrir alla umferð að gosstöðvunum kl. 18:00 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæðunum kl. 22:00. Þeir sem hyggjast ætla að fara að gosstöðvunum eru hvattir til að klæða sig eftir veðri.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Önnur sprunga gæti opnast Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hættu á að fleiri sprungur opnist meðfram sprungunni sem opnaðist við Meradali í gær. 6. apríl 2021 12:09 Gosstöðvarnar tilkomumiklar að kvöldi til Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er staddur við gosstöðvarnar í Geldingadölum þar sem nýjar sprungur opnuðust fyrr í dag. Mikið hraun flæðir úr nýju sprungunum og þekur hraunið nær Meradali. 5. apríl 2021 21:40 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Önnur sprunga gæti opnast Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hættu á að fleiri sprungur opnist meðfram sprungunni sem opnaðist við Meradali í gær. 6. apríl 2021 12:09
Gosstöðvarnar tilkomumiklar að kvöldi til Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er staddur við gosstöðvarnar í Geldingadölum þar sem nýjar sprungur opnuðust fyrr í dag. Mikið hraun flæðir úr nýju sprungunum og þekur hraunið nær Meradali. 5. apríl 2021 21:40