Innlent

Sóttu slasaða skíða­konu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mynd frá vettvangi.
Mynd frá vettvangi. Landsbjörg

Björgunarsveitin á Dalvík var kölluð út um klukkan tvö í dag eftir að tilkynning um slasaða skíðakonu innarlega í Karlsárdal, norðan við Dalvík, barst neyðarlínu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Þar segir að björgunarsveitarfólk á vélsleðum hafi farið á vettvang og hlúð að konunni, sem slasast hafði á fæti þegar hún datt á skíðum.

Konan var flutt á vélsleða að sjúkrabíl sem flutti hana á sjúkrahús.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×