Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frettir-hadegis_1080x720
vísir

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um kröfur gesta á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún, sem hafa farið fram á að vera látnir lausir þaðan. Vonir standa til að úrskurður í málinu liggi fyrir í dag. Lögmaður eins gesta á hótelinu segir bagalegt að þinghald hafi ekki verið opið.

Þá fjöllum við um þing- og sveitarstjórnarkosningar í Grænlandi, sem fara fram á morgun. Aldrei hafa fleiri greitt atkvæði utan kjörfundar. Kosningarnar fara fram í skugga samkeppni stórvelda á norðurslóðum og hafa áform um námugröft orðið að einu stærsta kosningamálinu.

Við fjöllum þá um stöðuna á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. Þó hefur reynst mörgum erfitt að fá ekki að fara í stutta göngutúra, en tekið hefur verið fyrir útivist gesta.

Þá verður fjallað um kórónuveiruna, eldgosið í Geldingadölum, áform breskra stjórnvalda um að gefa öllum Bretum tvö ókeypis Covid-próf á viku og málaferli gegn Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×