Enski boltinn

„Ekki gott fyrir hjartað“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hassenhuttl og Redmond fagna stigunum þremur í gær.
Hassenhuttl og Redmond fagna stigunum þremur í gær. Andrew Boyers/Getty

Southampton kom til baka og vann 3-2 endurkomusigur á Burnley í enska boltanum í gær. Burnley komst i 2-0 en heimamenn snéru við taflinu og unnu flottan sigur.

Þrátt fyrir að þeir hefðu tekið stigin þrjú í leiknum í gær þá sagði stjóri Southampton, Ralph Hasenhüttl, að þetta væri slæmt fyrir hjarta þjálfaranna.

„Þegar það eru fimm mörk í leik þá er það alltaf gott sjónvarp en þetta er ekki gott fyrir hjartað á þjálfurunum,“ sagði sá austurríski eftir sigurinn í gær.

„Þeir [Burnley] gefa yfirleitt ekki marga möguleika en spilið okkar á síðasta þriðjungnum var frábært.“

„Við sköpuðum mörg færi. Það er nákvæmlega þetta sem við höfum unnið mikið með og við hefðum getað skorað enn fleiri mörk,“ bætti hann við.

Eftir sigurinn er Southampton í þrettánda sætinu með 36 stig en Burnley er þremur stigum á eftir þeim í fimmtánda sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.