Hugsanlegt ólögmæti gæti kippt fótunum undan sóttvarnaaðgerðunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2021 12:35 Sóttvarnalæknir segir það ekki sitt að meta hvort sóttkvíarhótel standist lög. Það sé á forræði heilbrigðisráðuneytisins, sem setur reglugerðina. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að ef reglugerð um sóttkvíarhótel stenst ekki lög muni það kippa fótunum undan sóttvörnum að miklu leyti. Reglugerðin hafi verið sett því fólk hafi ekki verið að halda sóttkví - sem sé lykilatriði í baráttunni við faraldurinn. Hann leggur ekki mat á það hvort um sé að ræða of mikið inngrip í líf fólks. „Það er ekki mitt að taka afstöðu til þess hvort lög nái utan um þetta. Það er ábyrgð heilbrigðisráðuneytisins sem setur þessar reglugerðir og ber ábyrgð á því að allt sé innan ramma laganna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið boðuð á fund velferðarnefndar vegna efasemda nokkurra þingmanna um lögmæti sóttkvíarhótelsins. Þórólfur segir það ekki nýtt af nálinni að fólk velti fyrir sér lögmæti sóttvarnaaðgerða. „Það er náttúrlega ýmislegt af því sem hefur verið gert í þessum faraldri sem menn hafa talað um að samræmist ekki annað hvort stjórnarskrá, lögum eða öðru slíku. En auðviðtað myndi ég hafa áhyggjur af því ef niðurstaða dómstóla eða einhverra annarra ábyrgra aðila yrði sú að þetta samræmdist ekki lögum og mætti ekki gera þetta svona, þá held ég að það sé búið að kippa fótunum undan sóttvörnum að miklu leyti,“ segir Þórólfur. Ekki einangrunarvist Hann segir að ekki sé um einangrunarvist að ræða og verið sé að fylgja lögum um sóttkví. Hefðbundið sóttkví kveður hins vegar á um að fólk megi til dæmis fara í göngutúra og á rúntinn. Þeir sem eru á sóttkvíarhóteli mega hins vegar ekki fara út af herbergjum sínum, þurfa að hafa herbergishurðirnar lokaðar, og mega ekki fara út. Þórólfur vill ekki leggja mat á hvort þetta sé meira inngrip en gengur og gerist. „Framkvæmdin getur verið mismunandi eftir aðstæðum. En ég bendi á að þarna greindust einstaklingar með smit sem voru í sóttkví á hótelinu. Við erum að þessu til að reyna að koma í veg fyrir að fólk sem er í sóttkví fari að smita út frá sér. Við höfum verið með útbreiðsluna hér innanlands vegna þess, bæði í þriðju bylgjunni og svo núna undanfarið, verið aðallega vegna þess að fólk sem er í sóttkví heldur ekki sóttkvína. Það umgengst aðra, hittir aðra, gerir það sem leiðbeiningar segja til um. Og á þeim grunni þá var ákveðið að fara þessa leið,“ segir Þórólfur. Þá hefur verið kallað eftir því að aðrar reglur gildi um þá sem hér búa og starfa. „Ég skal ekkert segja um það en ég bendi á að þau smit sem ég var að tala um áðan eru frá fólki sem eru íslenskir ríkisborgarar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. 2. apríl 2021 14:24 Langflestir virðast hafa afbókað ferðina til Íslands Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt. 2. apríl 2021 13:27 Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04 Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
„Það er ekki mitt að taka afstöðu til þess hvort lög nái utan um þetta. Það er ábyrgð heilbrigðisráðuneytisins sem setur þessar reglugerðir og ber ábyrgð á því að allt sé innan ramma laganna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið boðuð á fund velferðarnefndar vegna efasemda nokkurra þingmanna um lögmæti sóttkvíarhótelsins. Þórólfur segir það ekki nýtt af nálinni að fólk velti fyrir sér lögmæti sóttvarnaaðgerða. „Það er náttúrlega ýmislegt af því sem hefur verið gert í þessum faraldri sem menn hafa talað um að samræmist ekki annað hvort stjórnarskrá, lögum eða öðru slíku. En auðviðtað myndi ég hafa áhyggjur af því ef niðurstaða dómstóla eða einhverra annarra ábyrgra aðila yrði sú að þetta samræmdist ekki lögum og mætti ekki gera þetta svona, þá held ég að það sé búið að kippa fótunum undan sóttvörnum að miklu leyti,“ segir Þórólfur. Ekki einangrunarvist Hann segir að ekki sé um einangrunarvist að ræða og verið sé að fylgja lögum um sóttkví. Hefðbundið sóttkví kveður hins vegar á um að fólk megi til dæmis fara í göngutúra og á rúntinn. Þeir sem eru á sóttkvíarhóteli mega hins vegar ekki fara út af herbergjum sínum, þurfa að hafa herbergishurðirnar lokaðar, og mega ekki fara út. Þórólfur vill ekki leggja mat á hvort þetta sé meira inngrip en gengur og gerist. „Framkvæmdin getur verið mismunandi eftir aðstæðum. En ég bendi á að þarna greindust einstaklingar með smit sem voru í sóttkví á hótelinu. Við erum að þessu til að reyna að koma í veg fyrir að fólk sem er í sóttkví fari að smita út frá sér. Við höfum verið með útbreiðsluna hér innanlands vegna þess, bæði í þriðju bylgjunni og svo núna undanfarið, verið aðallega vegna þess að fólk sem er í sóttkví heldur ekki sóttkvína. Það umgengst aðra, hittir aðra, gerir það sem leiðbeiningar segja til um. Og á þeim grunni þá var ákveðið að fara þessa leið,“ segir Þórólfur. Þá hefur verið kallað eftir því að aðrar reglur gildi um þá sem hér búa og starfa. „Ég skal ekkert segja um það en ég bendi á að þau smit sem ég var að tala um áðan eru frá fólki sem eru íslenskir ríkisborgarar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. 2. apríl 2021 14:24 Langflestir virðast hafa afbókað ferðina til Íslands Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt. 2. apríl 2021 13:27 Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04 Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. 2. apríl 2021 14:24
Langflestir virðast hafa afbókað ferðina til Íslands Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt. 2. apríl 2021 13:27
Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04
Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16