Ný íslensk jarðarber komin í verslanir frá Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. apríl 2021 20:25 Uppskeran í Silfurtúni lítur nokkuð vel út en þar eru jarðarber týnd af plöntunum alla daga vikunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Unnendur íslenskra jarðarberja geta nú tekið gleði sína á ný því ný íslensk jarðarber eru nú komin í verslanir. Garðyrkjubændur á Flúðum rækta sín jarðarber á fjögur þúsund og fimm hundruð fermetrum í nokkrum gróðurhúsum. Olga Lind Guðmundsdóttir og Eiríkur Ágústsson í Silfurtúni hafa ræktað jarðarber í tuttugu ár með góðum árangri. Nú er verið að uppskera á fullu þessa dagana, týna berin af plöntunum, vigta í öskjurnar og setja merkimiðana á áður en sendingarnar fara í verslanir. En hvernig lítur uppskeran út? „Við erum bara þokkalega sátt með hana. Þetta eru jarðarber í lýsingu og svo á þetta að taka við hvað af öðru. Ég veit að fólk bíður spennt eftir berjunum enda jafnast náttúrulega ekkert á við ný íslensk jarðarber,“ segir Olga. Olga segir að ræktun á jarðarberjum sé flókin enda þurfi að huga að ótal hlutum og allir þurfi þeir að ganga upp eigi að takast vel með ræktunina. Ný og fersk jarðarber, Silfurber frá Silfurtúni á Flúðum ættu nú að vera komin í verslanir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Krakkar eru ekki síður hrifin af jarðarberjum en fullorðna fólkið. „Já, þau eru mjög hrifin af berjunum, það er voðalega gaman af gefa þeim. Mér þótti alltaf voðalega gaman þegar krakkarnir í nágrenninu komu með nammipeninginn að kaupa sér jarðarber en ekki að fara út í búð og kaupa sér nammi“. En hvað segir Olga, með hverju er best að borða jarðarberin? „Mér finnst náttúrulega best að borða þau með öllu, sama hvað það er en best er þau náttúrulega fersk með rjóma.“ Silfurtúni er líka sölukofi með sjálfsafgreiðslu þar sem gestir og gangandi geta komið og verslað sér jarðarber og jafnvel kartöflur líka. Hverjum og einum er treyst fyrir að borga og segir Eiríkur að fólk sé mjög samviskusamt með það. Eiríkur við sölukofann þar sem hægt er að kaupa ný jarðarber og kartöflur, sem ræktaðar eru á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Garðyrkja Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Olga Lind Guðmundsdóttir og Eiríkur Ágústsson í Silfurtúni hafa ræktað jarðarber í tuttugu ár með góðum árangri. Nú er verið að uppskera á fullu þessa dagana, týna berin af plöntunum, vigta í öskjurnar og setja merkimiðana á áður en sendingarnar fara í verslanir. En hvernig lítur uppskeran út? „Við erum bara þokkalega sátt með hana. Þetta eru jarðarber í lýsingu og svo á þetta að taka við hvað af öðru. Ég veit að fólk bíður spennt eftir berjunum enda jafnast náttúrulega ekkert á við ný íslensk jarðarber,“ segir Olga. Olga segir að ræktun á jarðarberjum sé flókin enda þurfi að huga að ótal hlutum og allir þurfi þeir að ganga upp eigi að takast vel með ræktunina. Ný og fersk jarðarber, Silfurber frá Silfurtúni á Flúðum ættu nú að vera komin í verslanir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Krakkar eru ekki síður hrifin af jarðarberjum en fullorðna fólkið. „Já, þau eru mjög hrifin af berjunum, það er voðalega gaman af gefa þeim. Mér þótti alltaf voðalega gaman þegar krakkarnir í nágrenninu komu með nammipeninginn að kaupa sér jarðarber en ekki að fara út í búð og kaupa sér nammi“. En hvað segir Olga, með hverju er best að borða jarðarberin? „Mér finnst náttúrulega best að borða þau með öllu, sama hvað það er en best er þau náttúrulega fersk með rjóma.“ Silfurtúni er líka sölukofi með sjálfsafgreiðslu þar sem gestir og gangandi geta komið og verslað sér jarðarber og jafnvel kartöflur líka. Hverjum og einum er treyst fyrir að borga og segir Eiríkur að fólk sé mjög samviskusamt með það. Eiríkur við sölukofann þar sem hægt er að kaupa ný jarðarber og kartöflur, sem ræktaðar eru á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Garðyrkja Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira