Innlent

Ný íslensk jarðarber komin í verslanir frá Flúðum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Uppskeran í Silfurtúni lítur nokkuð vel út en þar eru jarðarber týnd af plöntunum alla daga vikunnar.
Uppskeran í Silfurtúni lítur nokkuð vel út en þar eru jarðarber týnd af plöntunum alla daga vikunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Unnendur íslenskra jarðarberja geta nú tekið gleði sína á ný því ný íslensk jarðarber eru nú komin í verslanir.  Garðyrkjubændur á Flúðum rækta sín jarðarber á fjögur þúsund og fimm hundruð fermetrum í nokkrum gróðurhúsum.

Olga Lind Guðmundsdóttir og Eiríkur Ágústsson í Silfurtúni hafa ræktað jarðarber í tuttugu ár með góðum árangri. Nú er verið að uppskera á fullu þessa dagana, týna berin af plöntunum, vigta í öskjurnar og setja merkimiðana á áður en sendingarnar fara í verslanir.

En hvernig lítur uppskeran út?

„Við erum bara þokkalega sátt með hana. Þetta eru jarðarber í lýsingu og svo á þetta að taka við hvað af öðru. Ég veit að fólk bíður spennt eftir berjunum enda jafnast náttúrulega ekkert á við ný íslensk jarðarber,“ segir Olga.

Olga segir að ræktun á jarðarberjum sé flókin enda þurfi að huga að ótal hlutum og allir þurfi þeir að ganga upp eigi að takast vel með ræktunina.

Ný og fersk jarðarber, Silfurber frá Silfurtúni á Flúðum ættu nú að vera komin í verslanir.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Krakkar eru ekki síður hrifin af jarðarberjum en fullorðna fólkið.

„Já, þau eru mjög hrifin af berjunum, það er voðalega gaman af gefa þeim. Mér þótti alltaf voðalega gaman þegar krakkarnir í nágrenninu komu með nammipeninginn að kaupa sér jarðarber en ekki að fara út í búð og kaupa sér nammi“.

En hvað segir Olga, með hverju er best að borða jarðarberin?

„Mér finnst náttúrulega best að borða þau með öllu, sama hvað það er en best er þau náttúrulega fersk með rjóma.“

Silfurtúni er líka sölukofi með sjálfsafgreiðslu þar sem gestir og gangandi geta komið og verslað sér jarðarber og jafnvel kartöflur líka. Hverjum og einum er treyst fyrir að borga og segir Eiríkur að fólk sé mjög samviskusamt með það.

Eiríkur við sölukofann þar sem hægt er að kaupa ný jarðarber og kartöflur, sem ræktaðar eru á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.