Innlent

Tæp sextíu prósent and­víg nú­verandi kvóta­kerfi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tæp 60 prósent segjast andvíg kvótakerfinu í núverandi mynd en 17,1 prósent hlynnt því samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Tæp 60 prósent segjast andvíg kvótakerfinu í núverandi mynd en 17,1 prósent hlynnt því samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. Vísir/Vilhelm

Tæp 60 prósent Íslendinga eru andvíg núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi. Afstaða almennings virðist ekki breytast mikið milli aldurshópa en töluverður munur er á afstöðu kvenna og karla til kvótakerfisins.

Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem framkvæmd var um miðjan marsmánuð. Var þar meðal annars spurt út í afstöðu almennings til kvótakerfisins og eru mun fleiri andvígir núverandi kvótakerfi en eru hlynntir því.

Alls tóku 752 þátt í könnuninni og 36 þeirra svöruðu ekki spurningu um afstöðu til kvótakerfis.

Tæp 60 prósent eru andvíg núverandi kvótakerfi.Maskína

56,2 prósent sögðust annað hvort mjög andvíg eða fremur andvíg kvótakerfinu, 25,5 prósent fremur andvíg og 30,7 prósent mjög andvíg. Þá sögðust 26,7 prósent hvorki andvíg né hlynnt því, 12,1 prósent fremur hlynnt og 5,0 prósent mjög hlynnt núverandi kvótakerfi.

Afstaðan virðist ekki hafa breyst mikið milli aldurshópa en nokkur munur var á afstöðu karla og kvenna til kerfisins. 8,6 prósent karla sögðust mjög hlynnt kerfinu, 16,9 prósent fremur hlynnt og 16,5 prósent hvorki né. Aðeins 1 prósent kvenna sagðist mjög hlynnt kerfinu, 6,5 prósent fremur hlynnt en 38,3 prósent hvorki né.

Samkvæmt könnun Maskínu er ekki mikill munur á afstöðu fólks til kvótakerfisins eftir aldurshópum.Maskína

Þá sögðust 25,0 prósent karla fremur andvíg kvótakerfinu og 26,2 prósent kvenna en 33,1 prósent karla mjög andvíg kvótakerfinu og 28,0 prósent kvenna. Mun fleiri konur virðast því ekki taka afstöðu til kerfisins en karlar.

Þá breyttist afstaða hvorki mikið eftir aldri né búsetu. Þó virtist fleira yngra fólk, á aldrinum 18-29 ára ekki hafa myndað sér afstöðu í málinu ,eða 42,3 prósent á móti 14,1 prósenti fólks 60 ára og eldri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×