Festu heitin í stein við eldgosið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. apríl 2021 18:17 Þau Sól Rós Hlynsdóttir og Jón Halldór Unnarsson staðfestu trúlofunarheit sín við eldsstöðvarnar í dag. Prestur var staddur við athöfnina fyrir tilviljun og blessaði parið. Iceland Wedding Planner Par sem staðfesti trúlofunarheit sín við eldgosið í Geldingadölum í morgun segir það hafa verið einstaka stund. Prestur sem átti leið hjá þar sem þau voru uppábúinn bauðst til að gefa þau saman. Þau voru ekki alveg til í það en fengu blessun. Nokkur hundruð manns voru mættir við gosstöðvarnar fyrir opnun þar klukkan sex í morgun. Meðal þeirra voru þau Sól Rós Hlynsdóttir og Jón Halldór Unnarsson sem staðfestu trúlofunarheit sín þar. „Okkur fannst tilvalið að staðfesta trúlofun okkar við eldgosið. Við erum búin að vera saman í fimm ár og trúlofuð í þrjú og vildum festa athöfnina í stein með því að staðfesta heitin formlega við elgosið í dag,“ segir Sól Rós Hlynsdóttir sem vildi þó ekki gefa upp hvenær stóri dagurinn á að renna upp. Parið fékk fyrirtækið Iceland Wedding Planner til að skipuleggja athöfnina. Það voru teknar margar fallegar myndir af parinu í dag. Iceland Wedding Planner „Þetta var ævintýralegt, frábært veður og fullkomnar aðstæður. Við vorum í göngufötum þar til við vorum komin upp að gosi og þá fór ég í brúðarkjól og Jón í jakkaföt. Það var ekki tekin sú áhætta að ganga í sparifötunum,“ segir Sól Rós og hlær. Hún segir að prestur hafi verið á svæðinu fyrir tilviljun og hafi boðist til að gefa þau saman. „Það var verið að taka myndir af okkur og allt í einu kemur maður gangandi upp að ljósmyndaranum okkar og segist vera prestur. Hann bauðst til að gefa okkur saman en það var ekki alveg planið að þessu sinni. Þá bauðst hann til að leggja blessun sína yfir okkur í staðinn sem hann og gerði. Við stöðum fyrir framan og hann lagði hendur sínar á höfuð okkar og óskaði okkur svo innilega til hamingju og alls hins besta,“ segir Sól Rós. Sól Rós segir að presturinn heiti Pétur en vissi ekki frekari deili á honum. Parið naut útsýnisins við eldgosið eftir athöfnina.Iceland Wedding Planner Parið hélt uppá daginn við eldgosið og saup á kampavíni og fékk sér osta. Sól Rós er afar ánægð með daginn. „Þessi stund okkar styrkir sambandið okkar enn frekar, þetta var einstakt,“ segir Sól Rós að lokum. Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Tengdar fréttir Tvö til þrjú hundruð manns mættir klukkan sjö í morgun Áætlað er að tvö til þrjú hundruð manns hafi verið mættir á gossvæðið klukkan sjö í morgun. Reglubundnar rútuferðir frá Grindavík upp að stikuðu gönguleiðinni að gosinu í Geldingadölum hófust í morgun. 1. apríl 2021 10:24 Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. 1. apríl 2021 08:51 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Nokkur hundruð manns voru mættir við gosstöðvarnar fyrir opnun þar klukkan sex í morgun. Meðal þeirra voru þau Sól Rós Hlynsdóttir og Jón Halldór Unnarsson sem staðfestu trúlofunarheit sín þar. „Okkur fannst tilvalið að staðfesta trúlofun okkar við eldgosið. Við erum búin að vera saman í fimm ár og trúlofuð í þrjú og vildum festa athöfnina í stein með því að staðfesta heitin formlega við elgosið í dag,“ segir Sól Rós Hlynsdóttir sem vildi þó ekki gefa upp hvenær stóri dagurinn á að renna upp. Parið fékk fyrirtækið Iceland Wedding Planner til að skipuleggja athöfnina. Það voru teknar margar fallegar myndir af parinu í dag. Iceland Wedding Planner „Þetta var ævintýralegt, frábært veður og fullkomnar aðstæður. Við vorum í göngufötum þar til við vorum komin upp að gosi og þá fór ég í brúðarkjól og Jón í jakkaföt. Það var ekki tekin sú áhætta að ganga í sparifötunum,“ segir Sól Rós og hlær. Hún segir að prestur hafi verið á svæðinu fyrir tilviljun og hafi boðist til að gefa þau saman. „Það var verið að taka myndir af okkur og allt í einu kemur maður gangandi upp að ljósmyndaranum okkar og segist vera prestur. Hann bauðst til að gefa okkur saman en það var ekki alveg planið að þessu sinni. Þá bauðst hann til að leggja blessun sína yfir okkur í staðinn sem hann og gerði. Við stöðum fyrir framan og hann lagði hendur sínar á höfuð okkar og óskaði okkur svo innilega til hamingju og alls hins besta,“ segir Sól Rós. Sól Rós segir að presturinn heiti Pétur en vissi ekki frekari deili á honum. Parið naut útsýnisins við eldgosið eftir athöfnina.Iceland Wedding Planner Parið hélt uppá daginn við eldgosið og saup á kampavíni og fékk sér osta. Sól Rós er afar ánægð með daginn. „Þessi stund okkar styrkir sambandið okkar enn frekar, þetta var einstakt,“ segir Sól Rós að lokum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Tengdar fréttir Tvö til þrjú hundruð manns mættir klukkan sjö í morgun Áætlað er að tvö til þrjú hundruð manns hafi verið mættir á gossvæðið klukkan sjö í morgun. Reglubundnar rútuferðir frá Grindavík upp að stikuðu gönguleiðinni að gosinu í Geldingadölum hófust í morgun. 1. apríl 2021 10:24 Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. 1. apríl 2021 08:51 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Tvö til þrjú hundruð manns mættir klukkan sjö í morgun Áætlað er að tvö til þrjú hundruð manns hafi verið mættir á gossvæðið klukkan sjö í morgun. Reglubundnar rútuferðir frá Grindavík upp að stikuðu gönguleiðinni að gosinu í Geldingadölum hófust í morgun. 1. apríl 2021 10:24
Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. 1. apríl 2021 08:51