Innlent

Fimm af sex sem greindust voru í sóttkví

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá sýnatöku Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut.
Frá sýnatöku Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut. Vísir/Vilhelm

Sex manns greindust með kórónuveiruna hér á landi síðastliðinn sólarhring. Af þeim voru fimm í sóttkví við greiningu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar kemur einnig fram að þrír hafi greinst á landamærunum.

Rakning vegna einstaklingsins sem greindist utan sóttkvíar er hafin, að því er fram kemur í tilkynningunni, og gengur vel. Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra sem þurfi í sóttkví vegna smita utan sóttkvíar verði nú minni, sökum hertra samkomutakmarkana sem tóku gildi í síðustu viku.

Í tilkynningunni eru landsmenn þá hvattir til að gæta vel að persónubundnum sóttvörnum.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.