Ætlar í mál við Seltjarnarnesbæ og hugsanlega einstaka starfsmenn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2021 12:09 Margrét Lillý er ekki reið út í móður sína, hún segir hana veika og þurfa aðstoð. Kerfið hafi brugðist þeim báðum. vísir/villi Seltjarnarnesbær hefur hafnað bótaskyldu í máli Margrétar Lillýar Einarsdóttur, stúlku sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Margrét Lillý ætlar að höfða bótamál gegn bænum og hugsanlega einstaka starfsmönnum sem komu að máli hennar. Margrét Lillý sagði átakanlega sögu sína í Kompás haustið 2019, þá 17 ára gömul og nýflutt til föður síns. Hún sagðist hafa búið við vanrækslu og ofbeldi alla ævi af hendi móður sinnar, sem glímur við alvarleg andleg veikindi. Í þættinum kom fram að margar tilkynningar hefðu borist barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi án þess að brugðist hafi verið við með eðlilegum hætti. Móðirin hélt alltaf forsjá. Í skýrslu Barnarverndarstofu um málið, sem kom út í febrúar, kemur fram að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á máli Margrétar. Meðal annars kemur fram að tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Hvorki barnið né foreldrar þess hafi fengið nauðsynlegan stuðning. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, segir að eftir að skýrsluna hafi skaðabótakrafa verið lögð fram gegn Seltjarnarnesbæ. „Í kjölfarið af því að við sendum kröfu á lögmann bæjarins fáum við svar, sem er varla hálf blaðsíða, þar sem öllum kröfum umbjóðanda míns er hafnað. Og það finnst mér skjóta skökku við. Sérstaklega þegar bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar hefur beðist afsökunar, í sjónvarpsviðtali, á þeirra þætti í málinu,“ segir Sævar þór og bætir við að í bréfinu frá bænum sé bótaskyldu hafnað án frekari rökstuðnings. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, segir mikil vonbrigði að bærinn hafni bótaskyldu. „Það eru mikil vonbrigði í því að það sé verið að vinna málið með þessum hætti sérstaklega þegar það liggur fyrir að Barnaverndarstofa hafi talið að það hafi ekki verið unnið rétt í málinu.“ segir Sævar. Það sé alvarlegt að bærinn axli ekki ábyrgð í máli sem þessu. „Þetta er mikið „prinsipp" mál og umbjóðandi minn ætlar ekki að láta hér við sitja. Næsta skref í málinu er að skoða bótagrundvöll gegn einstaklingum sem eiga þátt í málinu og bænum. Og það er málshöfðun sem er næsta skref,“ segir Sævar Þór. Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. 8. febrúar 2021 20:01 Alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Seltjarnarnesbæjar á máli stúlkunnar Barnaverndarstofa telur verulega annmarka hafa verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi á máli stúlku, sem segist hafa búið við ofbeldi og vanrækslu á heimili í bænum um árabil. Lögmaður stúlkunnar telur yfirvöld hafa brotið gegn henni með alvarlegum hætti. 5. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
Margrét Lillý sagði átakanlega sögu sína í Kompás haustið 2019, þá 17 ára gömul og nýflutt til föður síns. Hún sagðist hafa búið við vanrækslu og ofbeldi alla ævi af hendi móður sinnar, sem glímur við alvarleg andleg veikindi. Í þættinum kom fram að margar tilkynningar hefðu borist barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi án þess að brugðist hafi verið við með eðlilegum hætti. Móðirin hélt alltaf forsjá. Í skýrslu Barnarverndarstofu um málið, sem kom út í febrúar, kemur fram að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á máli Margrétar. Meðal annars kemur fram að tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Hvorki barnið né foreldrar þess hafi fengið nauðsynlegan stuðning. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, segir að eftir að skýrsluna hafi skaðabótakrafa verið lögð fram gegn Seltjarnarnesbæ. „Í kjölfarið af því að við sendum kröfu á lögmann bæjarins fáum við svar, sem er varla hálf blaðsíða, þar sem öllum kröfum umbjóðanda míns er hafnað. Og það finnst mér skjóta skökku við. Sérstaklega þegar bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar hefur beðist afsökunar, í sjónvarpsviðtali, á þeirra þætti í málinu,“ segir Sævar þór og bætir við að í bréfinu frá bænum sé bótaskyldu hafnað án frekari rökstuðnings. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, segir mikil vonbrigði að bærinn hafni bótaskyldu. „Það eru mikil vonbrigði í því að það sé verið að vinna málið með þessum hætti sérstaklega þegar það liggur fyrir að Barnaverndarstofa hafi talið að það hafi ekki verið unnið rétt í málinu.“ segir Sævar. Það sé alvarlegt að bærinn axli ekki ábyrgð í máli sem þessu. „Þetta er mikið „prinsipp" mál og umbjóðandi minn ætlar ekki að láta hér við sitja. Næsta skref í málinu er að skoða bótagrundvöll gegn einstaklingum sem eiga þátt í málinu og bænum. Og það er málshöfðun sem er næsta skref,“ segir Sævar Þór.
Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. 8. febrúar 2021 20:01 Alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Seltjarnarnesbæjar á máli stúlkunnar Barnaverndarstofa telur verulega annmarka hafa verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi á máli stúlku, sem segist hafa búið við ofbeldi og vanrækslu á heimili í bænum um árabil. Lögmaður stúlkunnar telur yfirvöld hafa brotið gegn henni með alvarlegum hætti. 5. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
„Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. 8. febrúar 2021 20:01
Alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Seltjarnarnesbæjar á máli stúlkunnar Barnaverndarstofa telur verulega annmarka hafa verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi á máli stúlku, sem segist hafa búið við ofbeldi og vanrækslu á heimili í bænum um árabil. Lögmaður stúlkunnar telur yfirvöld hafa brotið gegn henni með alvarlegum hætti. 5. febrúar 2021 12:14