Lífið

Heiðar Helgu­son setur húsið á sölu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gullfallegt hús þeirra Heiðars og Mariam er komið á markaðinn.
Gullfallegt hús þeirra Heiðars og Mariam er komið á markaðinn. Fasteignavefur Vísis

Fótboltakappinn Heiðar Helguson hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt við Sporðagrunn 3 í Laugardalnum á sölu. Heiðar hefur búið þar með unnustu sinni Mariam Sif Vahabzadeh.

Smartland greindi fyrst frá. Húsið er einstaklega fallegt, stór og vegleg stofa og eldhús, þrjú baðherbergi eru í íbúðinni og sex svefnherbergi. Á neðri hæð hússins er auka íbúð en húsið er í göngufæri við Laugardalslaugina og Húsdýragarðinn. Húsið er auglýst til sölu á fasteignavef Vísis.

Borðstofan leiðir að svefnherbergisganginum.Fasteignavefur Vísis
Stofan er björt og falleg.Fasteignavefur Vísis
Eldhúsið er opið og leiðir inn í stofu og borðstofu.Fasteignavefur Vísis
Fasteignavefur Vísis
Íbúðin á neðri hæðinni er ekki síðri en hin.Fasteignavefur Vísis
Stofan í íbúðinni á neðri hæð hússins.Fasteignavefur Vísis
Fasteignavefur Vísis
Eitt af mörgum svefnherbergjum hússins.Fasteignavefur VísisFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.