Tónlist

Eurovision-myndband Daða og Gagnamagnsins komið út

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Myndband Daða og Gagnamagnsins við framlag Íslands í Eurovision komið út. 
Myndband Daða og Gagnamagnsins við framlag Íslands í Eurovision komið út. 

Lag Daða og Gagnamagnsins 10 Years er framlag Íslendinga Íslands í Eurovision 2021. Margir hafa beðið í eftirvæntingu eftir myndbandinu sem kom út rétt í þessu. 

Stórleikarinn Ólafur Darri fer með hlutverk borgarstjóra í myndbandinu en ásamt honum fær eldgosið í Geldingardal aðeins að njóta sín.. 

Leikstjóri myndbandsins er  Guðný Rós Þórhallsdóttir og tökukonan Birta Rán Björgvinsdóttir og er þetta sama teymi og kom að fyrra myndbandinu við lagið Think About Things. 

Myndbandið er hægt að sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Daði ná­lægt efstu þremur sam­kvæmt veð­bönkum

Lagið 10 Years með Daða og Gagnamagninu, sem er framlag Íslands í Eurovision í ár, er af veðbönkum talið þriðja til fimmta líklegasta lagið til að bera sigur úr býtum í keppninni í ár.

Euro­vision-lag Daða frum­flutt form­lega

Framlag Íslands til Eurovision var í kvöld frumflutt á RÚV. Daði Freyr og Gagnamagnið flytja lagið 10 Years fyrir Íslands hönd, eins og kunnugt er orðið, en Daði Freyr sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar sem Eurovision var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins fær Daði nú annað tækifæri til að spreyta sig í Eurovision.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.