Mögulega dregið úr virkni en ekkert bendi til að gosinu sé að ljúka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2021 14:16 Sérfræðingar ætla að kanna hvort dregið hafi úr gosóróa. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar Veðurstofunnar munu kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgossins í Geldingadölum í nótt. Óróamælingar næturinnar kunni að benda til þess, þó of snemmt sé að fullyrða um það. Í samtali við Vísi segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, að mælingar Veðurstofunnar á ákveðnum hreyfingum bendi til þess að mögulega hafi dregið úr virkni eldgossins. „Við erum að skoða óróamælingar hjá okkur frá Fagradalsfjalli, svo líka af jarðskjálftamælistöðvum þarna í grenndinni. Við sjáum að óróinn dettur niður í nótt,“ segir Einar. Hann bendir þó á að mögulega kunni veður á svæðinu að spila þar inn í. „Að það dragist svona saman óróinn á þessum mælingum er líklega áhrif af vindi, að miklu leyti. Það helst þó ekki alveg í hendur við vindmælingar frá í gær, þannig við ætlum að skoða betur hvort við teljum að það hafi dregið úr virkni,“ segir Einar. Hann segir erfitt að meta sjónrænt hvort dregið hafi úr virkni gossins. Líklegast sé hún þó í sama horfi og verið hefur síðustu daga. Ekkert bendi til að gosið sé að klárast Einar segir ekkert benda sérstaklega til þess að gosið sé að klárast. Óróamælingar á annarri tíðni en þeirri sem dró úr í nótt sé stöðug á því bili sem verið hefur frá því gosið hófst. „Það er ekkert sem bendir til þess að gosið sé að klárast. Við erum enn að greina óróa sem hefur greinst frá því gosið hófst. Mjög lítið merki sem við greinum stöðugt á svæðinu. Sá órói er á lægri tíðnisviðum, hann hefur oft verið fremur merki um eldgosavirkni,“ segir Einar. Hér að neðan má sjá beina útsendingu RÚV frá gosstöðvunum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, að mælingar Veðurstofunnar á ákveðnum hreyfingum bendi til þess að mögulega hafi dregið úr virkni eldgossins. „Við erum að skoða óróamælingar hjá okkur frá Fagradalsfjalli, svo líka af jarðskjálftamælistöðvum þarna í grenndinni. Við sjáum að óróinn dettur niður í nótt,“ segir Einar. Hann bendir þó á að mögulega kunni veður á svæðinu að spila þar inn í. „Að það dragist svona saman óróinn á þessum mælingum er líklega áhrif af vindi, að miklu leyti. Það helst þó ekki alveg í hendur við vindmælingar frá í gær, þannig við ætlum að skoða betur hvort við teljum að það hafi dregið úr virkni,“ segir Einar. Hann segir erfitt að meta sjónrænt hvort dregið hafi úr virkni gossins. Líklegast sé hún þó í sama horfi og verið hefur síðustu daga. Ekkert bendi til að gosið sé að klárast Einar segir ekkert benda sérstaklega til þess að gosið sé að klárast. Óróamælingar á annarri tíðni en þeirri sem dró úr í nótt sé stöðug á því bili sem verið hefur frá því gosið hófst. „Það er ekkert sem bendir til þess að gosið sé að klárast. Við erum enn að greina óróa sem hefur greinst frá því gosið hófst. Mjög lítið merki sem við greinum stöðugt á svæðinu. Sá órói er á lægri tíðnisviðum, hann hefur oft verið fremur merki um eldgosavirkni,“ segir Einar. Hér að neðan má sjá beina útsendingu RÚV frá gosstöðvunum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent